Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá Gýgjarhólskoti.
Frá Gýgjarhólskoti.
Fréttir 14. febrúar 2019

Hver ær skilaði að meðaltali 44,3 kílóum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2018 var bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum að því er fram kemur í skýrslum Rágjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Er þá miðað við bú sem voru með fleiri en 100 ær á skýrslum, en hann var með 287 ær. Skilaði hver kind hjá Eiríki 44,3 kíló eftir kind eins og segir í skýrslu RML. 

Ef litið er til landshluta voru Strandamenn og Vestur- Húnvetningar að jafnaði að skila bestum árangri í afurðum eftir sínar ær. Höfðu Strandamenn þó heldur betur, með yfir 30 kg að meðaltali, en Húnvetningar voru þar skammt á eftir. 

Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti.

Alls náðu 3 bú 40 kílóum eða meiru að meðaltali á hverja á og 7 bú voru með 38 kg eða meira. Í öðru sæti á listanum á eftir Eiríki var bú Gunnars Þorgeirssonar og Grétu Brimrúnar Karlsdóttur á Efri-Fitjum í Fitjárdal í Vestur-Húnavatnssýslu með 40,3 kg að meðaltali eftir 689 ær. Hlýtur það að teljast mjög góður árangur miðað við fjölda kinda, en ekkert annað af 24 efstu búunum var með yfir 600 ær. Þessi 24 bú sem voru að skila 36 kg eða meiru eftir hverja á voru með tæplega 314 ær að meðaltali og þar af einungis 4 bú með yfir 500 ær. Hafa ber í buga að nokkur af þessum búum eru með kúabúskap sem aðalatvinnugrein.  

Þriðja búið sem einnig náði meira en 40 kílóum eftir hverja á var bú Hákons Bjarka Harðarsonar og Þorbjargar Helgu Konráðsdóttur á Svertingsstöðum í Eyjafirði. Þau voru með 109 ær. 

Í fjórða sæti kom svo félagsbúið Lundur á Austur-Héraði með 39,1 kg að meðaltali eftir á. Þar voru 486 ær. Í fimmta sæti var svo Elín Heiða Valsdóttir í Úthlíð í Skaftártungum með 38,9 kg að meðaltali eftir 361 á. Í sjötta sæti voru þau Guðbrandur Sverrisson og Lilja Jóhannsdóttir, bændur á Bassastöðum í Steingrímsfirði. Voru þau með 38,5 kg að meðaltali eftir 223 ær. Í sjötta sæti var Inga Ragnheiður Magnúsdóttir á Svínafelli í Öræfum með 38,4 kg eftir 332 ær. Í sjöunda sæti komu svo hjónin Jón Grétarsson og Hrefna Hafsteinsdóttir á Hóli í Skagafirði. Voru þau með slétt 38 kg að meðaltali eftir 162 ær. 

Úrvalsbú á lista RML

Á heimasíðu RML má finna lista yfir úrvalsbú en þau eiga það sammerkt að ná góðum árangri fyrir nokkra skýrsluhaldsþætti. Skilyrði fyrir þeim lista eru að bú séu með fleiri en 100 skýrslufærðar ær þar sem fædd lömb hjá fullorðnum ám eru fleiri en 1,90. Einnig að fædd lömb hjá veturgömlum ám séu fleiri en 0,90. Reiknað dilkakjöt eftir fullorðna kind er á landsmeðaltali eða meira, gerðarmat sláturlamba er yfir 9,2, fitumat sláturlamba sé á bilinu 5,4-7,6 og hlutfall gerðar og fitu yfir 1,3. /HKr. 

– Sjá nánar á bls. 44 og 45 í nýju Bændablaði

3 myndir:

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...