Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvetja bændur til ýtrustu varfærni við geymslu og meðhöndlun á áburði
Fréttir 11. mars 2022

Hvetja bændur til ýtrustu varfærni við geymslu og meðhöndlun á áburði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Eldvarnareftirlitin hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Brunavörnum Árnessýslu hafa tekið saman höndum um að hvetja bændur til að sýna ýtrustu varfærni í meðhöndlun og geymslu á áburði. Ástæðan er m.a. að mikil eld- og sprengihætta getur verið af slíkum áburði.

Nú fer í hönd sá árstími þar sem áburður fer að berast til bænda. Benda forsvarsmenn slökkviliðanna á að geymsla á meira en 500 kg af ammoníum-nítrat áburði sé háð skriflegu samþykki slökkviliðsstjóra á hverjum stað.

Áburður er hættulegur ef eldur kemur upp

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur einnig gefið út leiðbeiningar um meðhöndlun á áburði sem finna má á vefslóðinni https://hms.is/media/8724/6073-geymsla-a-ammoniumnitrat-aburdi-utg-20.pdf. Þar segir m.a. að ammoníum-nítrat sé eldnærandi efni og það þurfi mikið vatn til kælingar á efninu og til slökkvistarfs ef eldur kemur upp. Ekki þýði að reyna að kæfa eldinn vegna þess að efnið er eldnærandi og losar sjálft súrefni. Ef eldurinn er óviðráðanlegur og í miklu magni af áburði skal rýma svæðið.
Sem dæmi um hættuna sem skapast getur ef eldur kemur upp í áburði má benda á gríðarlega sprengingu sem varð á hafnarsvæðinu í Beirút í Líbanon í ágúst 2020. Þá komst eldur í 2.750 tonn af áburði sem geymdur hafði verið við ófullnægjandi aðstæður. Fjöldi fólks lét lífið og gríðarlegt tjón varð á hafnarsvæðinu og víða um borgina vegna höggbylgju frá sprengingunni.

Halldór Ásgeirsson, Brunavarnir Árnessýslu, til vinstri og Sigurður Þór Elísson, Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar, til hægri.

Í sameiginlegu minnisblaði sem fyrrnefnd slökkvilið hafa sent frá sér er vísað til leiðbeininga HMS en þar segir:

  • Ekki ætti að geyma meira en 50 tonn af ammoníum-nítrat áburði á einum stað nema slökkviliðsstjóri hafi sérstaklega samþykkt skriflega geymslusvæðið til slíks. Slíkt svæði skal alltaf vera utandyra. Það er heimilt að geyma þetta innandyra skv. lögum 75/2000, gr. 22. og 24. Þörf er þó á brunatæknilegri hönnun.
  • Geymsla á slíkum áburði hjá bændum skal fara eftir þessum reglum eftir því sem við á.
  • Ekki skiptir það máli hvort heldur ammoníum-nítrat áburðurinn er geymdur í stórsekkjum eða í smærri pokum.
  • Fjarlægð frá húsi skal almennt ekki vera minni en 10,0 metrar.
  • Ammoníum-nítrat áburð skal ekki geyma í næsta nágrenni við íbúðarhús, skóla, sjúkrahús, samkomuhús eða aðrar slíkar byggingar. Taka skal tillit til ríkjandi vindáttar áður en staðsetning geymslusvæðis er ákveðin þannig að reykur frá bruna á svæðinu leggi ekki yfir byggð.
  • Hámarks stöflunarhæð er 6,0 metrar. Hafa skal ganga á milli stæðanna til að koma í veg fyrir að það myndist svo mikill þrýstingur við eld í stæðunum að hætta sé á að sprenging verði.
  • Undirlag skal vera óbrennan- legt, t.d. skal ekki setja sekki/smærri poka með ammoníum-nítrat áburði á svæði þar sem sinueldur getur kveikt í.
  • Umferð óviðkomandi aðila að geymslusvæðum skal bönnuð. Útisvæði skulu girt með mannheldri girðingu. Allar umbúðir um ammoníum-nítrat áburði skulu vera merktar
  • Mælst er til að raða/stafla upp sekkjum ekki nær girðingum en 2 metrar.
    Vanti bændur eða aðra um­sýslumenn áburðar frekari upplýsingar eru þeir hvattir til að hafa samband við Halldór Ásgeirsson hjá Bruna­vörnum Árnessýslu (halldor@babubabu.is) eða Sigurð Þór Elísson hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar (sigurdurte@akranes.is).
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...