Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þórarinn Sigþórsson kominn með fisk í Kjarrá.
Þórarinn Sigþórsson kominn með fisk í Kjarrá.
Mynd / Stangveiðar á Íslandi
Í deiglunni 23. júní 2015

Þverá og Kjarrá í Borgarfirði

Höfundur: Sölvi Björn Sigurðsson
Þverá og Kjarrá eru sama áin með hvort sitt nafnið eftir því hvar komið er að henni – Þverá að neðanverðu en Kjarrá ofar. Þessar ár hafa löngum verið taldar í hópi bestu veiðiáa landsins. 
 
Þar veiðast árlega um tvö þúsund laxar en mest yfir fjögur þúsund sumarið 2005. Botninn var í lægðinni 2012 þegar aðeins rúmir sjö hundruð laxar veiddust. Í síðustu vikunni þetta vonda veiðisumar kom enginn lax á fjórtán stangir úr Þverá, sem hlýtur að vera einsdæmi um svo góða laxveiðiá.
 
Hér þarf ekki að fara mörgum orðum um heljarmenni og fornar konur sem kröfsuðu sér leið upp á heiðar á flótta undan örlögum sínum eða í sólríkisgleði bestu stundanna. Örnólfsdalur var alfaraleið útlaga og höfðingja til forna og tengdi saman Vesturland og heiðarnar, þótt illfær sé hann víða fyrir bæði hross og menn, enda kyrrðin hér ríkari en víðátta og umferð.
 
Í upphafi 21. aldar bárust héðan sögur af mönnum sem voru samtímis í báðum stéttum, bæði útlagar og höfðingjar, keyrðu á mótorhjólum upp klettabeltin og skildu þau eftir á eyrunum til að flýta sér að gera nýja samninga í bankanum. Leiðsögumanninum var settur stóllinn fyrir dyrnar; annaðhvort færi hann og veiddi þessa laxa fyrir þá og raðaði þeim í skottið fyrir heimferðina eða fyrirferð hans í óskilgreindu rými efnis og anda yrði minni en guð annars gerði ráð fyrir.
 
Gædinn slæmdi flugu í strengina og gat veitt eins og hann vildi, fiskur var á í hverju kasti, og hann lét sig hafa að tína upp fimm til sex laxa til að hafa kúnnana góða. Þetta mun þó hafa verið í síðasta sinn sem hann leiðsagði þessum hjólreiðagörpum. 
Flestir veiðimenn eru seiddir öðrum söngvum en stríðsöskrum þeagr jafnaðarlaus náttúrufegurðin tekur á móti þeim í einangruðum dölum. Þórarinn Sigþórsson fékk fóstur sitt í veiðimennsku að hluta til við Kjarrá og minnist árinnar og héraðsins sem mikils dýrmætis.
 
„Þessi sýn, þegar við riðum upp úr þokunni, hefur setið svo í minningunni að henni skýtur oft upp í hugann þegar minnst varir,“ segir hann og hugsar þá ekki um alla fiskana sem hann hefur veitt heldur hitt, að fá að vera á þessum litla bletti, óáreittur eitt andartak í góðum félagsskap og finna að sköpunarverkið er manni ekki algjörlega mótfallið. Því hvað jafnast í raun og veru á við það að ríða um fornan dal, með náttúrufegurðina allt um kring og allar áhyggjur heimsins sér að baki?
 
„Þessi veiðiferð í efsta hluta Kjarrár með Sigmari Björnssyni er án efa ein þeirra eftirminnilegustu sem ég hef farið í. Þangað var farið á hestum, til að komast á leiðarenda, haldið af stað snemma vors upp í Svartastokk og mikil spenna í loftinu sem snerist meðal annars um hvort laxinn væri nú mættur. En áður en í Svartastokk yrði haldið þurfti að fara með hestana upp í Sel á Gilsbakkaeyrum daginn áður. Við lögðum af stað árla morguns, um fimmleytið, í svartaþoku. Eftir þriggja til fjögurra tíma reið riðum við skyndilega upp úr móskunni og vorum í heiðríkju. Ég gleymi aldrei þeiri sýn sem við blasti. Eiríksjökull birtist tignarlegur og mér fannst við fljúga skýjum ofar. Þarna vorum við í glaðasólskini, ekki skýhnoðri á himni. Við riðum áfram, eins og í draumi yfir útsýninu. Til að fullkomna ferðina reyndist vera mokveiði í Stokknum! Aflann reiddum við til baka á trússhesti.“

4 myndir:

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...

Rýnt í endurskinshæfni skóga
Fréttaskýring 24. maí 2024

Rýnt í endurskinshæfni skóga

Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti m...

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...