Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íhugar að setja umhverfis- skatt á dýraafurðir
Mynd / Bbl
Fréttir 12. febrúar 2020

Íhugar að setja umhverfis- skatt á dýraafurðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Evrópuþingið íhugar nú tillögu sem ætlað er að hækka kjötverð í öllum Evrópusambandslöndunum. Er hugmyndin ekki sögð sprottin af gróðasjónarmiðum heldur einungis af „umhverfissjónarmiðum“.
 
Taka átti tillögu ­þingmanna þessa efnis fyrir á þingi Evrópu­sambandsins í gær, 5. febrúar. Er hugmyndin um hækkun á kjötverði sniðin að kröfu bandalags sem sett hefur verið á fót í kringum kröfu um raunvirði á dýraprótein. Ber það nafnið „True Animal Protein Price Coalite“, eða TAPP Coalition. Það er hluti af ProVeg sem er hollenskt samfélag grænmetisæta. Er þarna sagt vera um að ræða „sjálfbærnigjald“ sem er enn ein birtingarmynd í nýju peningahagkerfi sem spunnið hefur verið í kringum loftslagsumræðuna. 
 
Þetta kom fram í frétt Global Meat News á dögunum. Þar er sagt að með þessu sé hugmyndin að láta meinta mengunarvalda borga sérstakan mengunarskatt samhliða kjötverðinu. Þannig er ætlunin að neyða borgarana með pólitískri hækkun kjötverðs til að draga úr eftirspurn eftir dýraafurðum. Ekki kemur fram hvert þetta gjald á að renna.  
 
Er gjaldið sagt miðað við þann kostnað sem hlýst af meintri losun dýraeldis, landnotkun og dýrasjúkdómum. TAPP Coalition hefur lagt til að fyrir 2030 hafi verð á nauta- og kálfakjöti hækkað um 47 evru-cent á hvert gramm, svínakjöt um 36 evru-cent og kjúklingakjöt um 17 evru-cent á hver 100 grömm. 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...