Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs samstarfsverkefnis um umhverfis­væna illgresiseyðingu, AGROSUS.

Er um að ræða samevrópskt verkefni og er Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins (RML) þátttakandi. Leitast verður við að afla nýrrar þekkingar í baráttunni við illgresi í ræktun helstu nytjaplantna í Evrópu og leita umhverfisvænna leiða við illgresiseyðingu. Hlutverk RML verður m.a. að afla upplýsinga um aðferðir við illgresiseyðingu hér á landi og prófa nýjar aðferðir. Mun RML hefja þá upplýsingaöflun hjá bændum, hagsmunaaðilum og sérfræðingum á næstu vikum.

Gagnagrunnur fyrir evrópska illgresisstjórnun

Meðal þess sem unnið verður að er gagnagrunnur fyrir evrópska illgresisstjórnun, skoðaðar hindranir og tækifæri varðandi illgresi í landbúnaðarvistfræði, gerðar athuganir á lífrænum illgresiseyðum og frumgerðaprófanir, unnar ráðleggingar til bænda og hvernig stuðla má að betra eftirliti.

Að verkefninu, sem hleypt var af stokkunum í sumar og á að standa yfir í 4 ár, standa 16 samstarfsaðilar frá 11 Evrópulöndum og eru þar á meðal háskólar, samtök, býli, bændasamtök, spænsk rannsóknamiðstöð og RML. Vefur verkefnisins er agrosus.eu.

Skylt efni: Agrosus

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...