Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Illgresiseyðir og skordýraeitur notað á 98% uppskerunnar
Fréttir 11. nóvember 2015

Illgresiseyðir og skordýraeitur notað á 98% uppskerunnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þótt framboð eldri tegunda skordýraeiturs og annarra varnarefna hafi farið verulega minnkandi á markaði í Skotlandi á undanförnum árum er hún samt enn gríðarlega mikil. Þá hefur ýmislegt verið að gerast bak við tjöldin með þróun og markaðssetningu nýrra efna sem leysa þau gömlu af hóli.

Á síðasta ári voru notuð slík varnarefni við 98% allrar uppskeru í landinu samkvæmt úttekt, eða samtals 1.510 tonn. Efnin voru m.a. notuð við ræktun á byggi, hveiti, höfrum, olíukorni, kartöflum og belgjurtum. Þetta kom fram í breska blaðinu Farmers Weekly þann 9. október síðastliðinn. Þar kom einnig fram að 87% bænda sem stunda akuryrkju af einhverjum toga nota slík varnarefni.

Einkum er um að ræða notkun illgresiseyðis og varnarefna vegna sveppamyndunar sem samsvara um 95% þeirra „eiturefna“ sem notuð eru á skoska uppskeru. Í heild var verið að nota 1.510 tonn af varnarefnum sem geta verið þynnt enn frekar út með vatni til úðunar. 

Notkun á blóðstorkuhamlandi efnum minnkar

Staðan hefur örlítið lagast frá 2012 og var notkun bænda á efninu Rodenticide áætluð 113 tonn sem blandað er út í vatn til úðunar, en það magn inniheldur nærri 6 kíló af hreinu virku varnarefni sem er 13% minna en notað var af virka efninu 2012.  Rodenticide er langalgengasta efnið sem notað var en það er önnur kynslóð af efnum sem eru það sem kallað er „anticoagulant“ efni og koma í veg fyrir blóðstorknun og blóðsugur framleiða m.a. á náttúrulegan hátt. Rodenticide hefur mikið verið selt sem rottueitur og var m.a. áður selt undir heitinu  Bromadiolone og Difenacoum. Vart þarf að taka fram að þessi efni geta verið mjög hættuleg mönnum ef ekki er varlega farið.

Megnið af berjaræktuninni notar varnarefni

Í heild var 94% hluti berjauppskerunnar (soft fruit) úðaður með varnarefnum og til þess voru notuð 24,5 tonn af virkum varnarefnum. Þar er um að ræða notkun við ræktun á jarðarberjum, hindberjum, sólberjum og fleiri tegundum. Litlar breytingar hafa orðið á notkun varnarefna við þessa ræktun í Skotlandi á síðustu árum. Að vísu hefur áætlað magn á hvern hektara ræktarlands aukist um nærri 7%.

Hér á landi hafa garðyrkjubændur reynt að snúa þróuninni á allt annan veg þar sem menn hafa náð verulegum árangri við að beita náttúrulegum vörnum með flugum, maurum og bjöllum. Þar er reyndar hægara um vik en í Skotlandi, þar sem framleiðslan hér fer nær öll fram inni í lokuðum húsum en ekki úti á ökrum.

Kartöflur til sölu úðaðar með varnarefnum

Í kartöfluræktinni er notkun varnarefna töluverð, bæði við meðhöndlun á fræjum, ræktunina sjálfa og við meðhöndlun á kartöflum til dreifingar og geymslu. Notkun efna á kartöflur áður en þær eru sendar á markað hefur aukist úr 20% árið 2012 í 47% árið 2014. Það er þvert á þróunina við kartöflur sem teknar eru frá sem útsæði. Þar hefur efnanotkunin minnkað úr 35% í 11%. Er talið að auknar kröfur um heilbrigði og hreinar afurðir til þeirra sem kaupa útsæði frá Skotlandi skýri þennan samdrátt á notkun varnarefna á útsæði.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...