Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hlutfall innflutts kjúklingakjöts frá Úkraínu reyndist 44% af innanlandsframleiðslu í maí.
Hlutfall innflutts kjúklingakjöts frá Úkraínu reyndist 44% af innanlandsframleiðslu í maí.
Mynd / ghp
Fréttir 11. júlí 2023

Innflutningsmet

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tæp 273 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti var flutt hingað til lands í maímánuði og er það langstærsti innflutningsmánuður frá upphafi.

Frá því innflytjendur fóru að kaupa inn kjúklingakjöt frá Úkraínu í september á síðasta ári og fram í apríl voru rúm 297 tonn flutt inn. Heildarinnflutningur á tollfrjálsu kjúklingakjöti reynist því 570 tonn og um 48% þess var flutt inn í maí samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Langstærsti hluti kjötsins sem flutt var inn í maí var úrbeinað, en leiðrétt fyrir beinahlutfalli reynist heildarmagnið 365 tonn. Innanlandsframleiðsla af kjúklingakjöti nam tæpum 826 tonnum. Hlutfall innflutta kjúklingakjötsins er því 44% af innanlandsframleiðslu maímánaðar.

Tímabundin einhliða niðurfelling tolla á vörur sem upprunnar eru í Úkraínu féll niður 31. maí síðastliðinn.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...