Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hlutfall innflutts kjúklingakjöts frá Úkraínu reyndist 44% af innanlandsframleiðslu í maí.
Hlutfall innflutts kjúklingakjöts frá Úkraínu reyndist 44% af innanlandsframleiðslu í maí.
Mynd / ghp
Fréttir 11. júlí 2023

Innflutningsmet

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tæp 273 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti var flutt hingað til lands í maímánuði og er það langstærsti innflutningsmánuður frá upphafi.

Frá því innflytjendur fóru að kaupa inn kjúklingakjöt frá Úkraínu í september á síðasta ári og fram í apríl voru rúm 297 tonn flutt inn. Heildarinnflutningur á tollfrjálsu kjúklingakjöti reynist því 570 tonn og um 48% þess var flutt inn í maí samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Langstærsti hluti kjötsins sem flutt var inn í maí var úrbeinað, en leiðrétt fyrir beinahlutfalli reynist heildarmagnið 365 tonn. Innanlandsframleiðsla af kjúklingakjöti nam tæpum 826 tonnum. Hlutfall innflutta kjúklingakjötsins er því 44% af innanlandsframleiðslu maímánaðar.

Tímabundin einhliða niðurfelling tolla á vörur sem upprunnar eru í Úkraínu féll niður 31. maí síðastliðinn.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...