Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvæli og aðföng vegna matvælaframleiðslu hluti af neyðarbirgðahaldi.
Matvæli og aðföng vegna matvælaframleiðslu hluti af neyðarbirgðahaldi.
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 17. október 2022

Innflutningur á matvælum hefur aukist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Innflutningur á matvælum hefur aukist talsvert á síðasta áratug. Mikið er flutt inn af grænmeti og ávöxtum og nánast öll kornvara er innflutt.

Auk þess sem innflutningur á kjötvörum, eggjum og mjólkurvörum hefur aukist. Ekki er til neitt opinbert yfirlit yfir matvælabirgðir í landinu.

Í nýútkominni skýrslu starfs­hóps forsætisráðuneytisins um neyðarbirgðir á hættustund eða þegar neyðarstigi almannavarna er lýst yfir segir í þriðja kafla sem fjallar um matvæli, áburð, korn og nauðsynjar. „Fæðuöryggi er ein af forsendum þess að hægt sé að tryggja lífsafkomu þjóðar á hættustundu. [. . .] Fæðuöryggi á Íslandi er háð innflutningi matvæla, innlendri matvælaframleiðslu og aðföngum hennar.“

Í vinnu sinni bar starfs­hópnum að hafa hliðsjón af þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland að mati þjóðaröryggisráðs, horfur í þjóðaröryggismálum, stefnu í almannavarna­ og öryggismálum auk annarra atriða sem snerta öryggi þjóðarinnar.

Fimm vöruflokkar mikilvægastir

Starfshópurinn lagði til grundvallar að fimm eftirtalinna vara og vöruflokka þyrftu að vera tiltækir til að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á hættustundu. Matvæli og nauðsynleg aðföng vegna matvælaframleiðslu, jarðefniseldsneyti, lyf, lækningar­ tæki og hlífðarbúnaður, viðhalds­ hlutir og þjónusta vegna mikil­ vægra innviða samfélagsins eins og fyrir rafmagn, fjarskipti, veitna, samgagna, neyðar­ og viðbragðsþjónustu og mannvirkja og veitna svo og hreinlætis­ og sæfivörur.

Verulegar matvælabirgðir eru fólgnar lifandi búfé.
Framboð matvæla og fæðuöryggi

Í skýrslunni segir að: „Fæðuöryggi er ein af forsendum þess að hægt sé að tryggja lífsafkomu þjóðar á hættustundu.“ Fæðuöryggi er skilgreint að þegar allt fólk, á öllum tímum, hefur raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þess til að lifa virku og heilsusamlegu lífi.

Innlend matvælaframleiðsla byggir á landbúnaði, fiskveiðum og fiskeldi en í skýrslunni segir að jafnframt sé hún mjög háð innflutningi aðfanga svo sem eldsneytis, fóðurs, sáðvöru, áburðar og umbúða ásamt ýmsum vél­ og tækjabúnaði.

Í skýrslu Norrænu ráðherra­ nefndarinnar frá 2022 er innlend matvælaframleiðsla Íslands metin 53% af neyslu landsmanna. Íslendingar framleiða nær allt kjöt, fisk og mjólk sjálfir en aðeins 10% af grænmeti og ávöxtum og ekki nema 1% af kornvörum. Við framleiðum aftur á móti mun meira en sem nemur okkar þörfum af fiski.

Samkvæmt annarri og nýrri skýrslu ráðherranefndarinnar um viðnámsþrótt matvælakerfa á Norðurlöndum er hann metinn nokkuð góður til skemmri tíma litið, en mun síðri til lengri tíma. Hvatt er til aukins samstarfs Norðurlandanna til að breyta þeirri stöðu.

Aukin áhersla væri á innlenda orkugjafa

Landbúnaðarháskóli Íslands gerði á síðasta ári úttekt á fæðuöryggi Íslands í ljósi fyrirkomulags matvælaframleiðslu á landinu.

Þar kemur fram að með viðeigandi ráðstöfunum varðandi birgðahald á aðföngum væri hægt að tryggja að mest af innlendri fæðuframleiðslu héldi áfram í einhver misseri eða jafnvel nokkur ár, háð framleiðslugreinum. Einnig að hægt sé að vinna að aukinni sjálfbærni í fæðuframleiðslu til lengri tíma. Umfangsmesti þátturinn hvað það varðar eru orkuskipti þar sem aukin áhersla væri á innlenda orkugjafa á kostnað innflutts jarðefnaeldsneytis. Sömuleiðis að hægt sé að draga úr þörf á innflutningi tilbúins áburðar með aukinni endurnýtingu næringarefna bæði frá heimilum og fyrirtækjum.

Mikil innflutningar á mat

Innflutningur á matvælum hefur aukist talsvert á síðasta áratug. Mikið er flutt inn af grænmeti og ávöxtum og nánast öll kornvara er flutt inn. Auk þess sem innflutningur á kjötvörum, eggjum og mjólkurvörum hefur aukist.
Í skýrslu LbhÍ segir: „Stór hluti fæðuframboðs á Íslandi er innflutt fæða.

Nánast öll kornvara og ávextir er innflutt og stór hluti grænmetis. Hins vegar er innflutningur á kjöti og fiski fyrir innlendan markað hlutfallslega lítill. Þá er flutt inn mikið magn af unnum matvælum.“

Birgðastaða í landinu

Ekki eru nein gildandi stjórnvalds­ fyrirmæli um lágmarksbirgðir matvæla eða aðfanga til matvæla­ framleiðslu í landinu. Opinbert yfirlit um þær er ekki til staðar, nema hvað varðar birgðir innlendra kjötframleiðenda sem birtar eru á mælaborði landbúnaðarins.

Bent er á að verulegar matvæla­birgðir séu fólgnar í lifandi búfé.

Einnig eru á hverjum tíma einhverjar birgðir af matvælum hjá framleiðendum, afurða­stöðvum, innflytjendum, verslunum og neytendum.

Áhættumat og viðbrögð

Í skýrslunni er lagt til að skipulögð verði vinna við áhættugreiningar fyrir einstaka atburði sem snögglega geta leitt til ójafnvægis í fæðukerfi og framboðskeðjum eins og stríðsógnir, heimsfaraldrar og náttúruvár.

Viðbragðsáætlanir vegna alvarlegra raskana og eða neyðar­ ástands í samfélaginu sem snerta fæðuöryggi geta meðal annar snúist um úthlutun úr neyðarbirgðum og forgang á vöru eða þjónustu.

Skilgreina þarf alvarleikastig með tilliti til fæðuöryggis á sambærilegan hátt og tíðkast um aðra þætti almannavarna: óvissustig, hættustig, neyðarstig.

Starfshópurinn leggur því til að hafin verði vinna við frekari útfærslu á viðeigandi viðbrögðum við hugsanlegu hættuástandi.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...