Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innflutningur á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti langt umfram tollkvóta
Fréttir 12. júlí 2019

Innflutningur á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti langt umfram tollkvóta

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019 var búið að flytja inn meira en allan sex mánaða tollkvóta ESB við Ísland í 6 flokkum af landbúnaðarafurðum. Hlutfalls­lega hefur verið mest flutt inn af söltuðu, reyktu og þurrkuðu kjöti, svínakjöti, nautakjöti og osti.

Í lok maí var búið að flytja inn 304.984 kg (tæp 305 tonn) af nautakjöti, en tollkvóti sem í gildi er á milli ESB og Íslands gerir ráð fyrir innflutningi á 199 tonnum á fyrstu sex mánuðum ársins. Er það 153% af tollkvóta.

Saltað, reykt og þurrkað langt umfram kvóta

Hlutfallslega var búið að flytja mest inn í maí af söltuðu, reyktu og þurrkuðu kjöti miðað við sex mánaða tollkvóta, eða rúm 86 tonn sem er 173% af 50 tonna tollkvóta.

Af svínakjöti var búið að flytja inn í lok maí tæp 568 tonn, eða 162% af 350 tonna tollkvóta.

Mest flutt inn af kjúklingakjöti

Í magni var innflutningur mestur á kjúklingakjöti á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða rúm 575 tonn sem er 109% af 528 tonna tollkvóta fyrir sex mánuði ársins. Rétt er að taka fram að af þessum sex mánaða tollkvóta eru 100 tonn ætluð fyrir innflutning á lífrænt vottuðu alifuglakjöti.

Mikill innlfutningu á ostum

Innflutningur á osti á fyrstu fimm mánuðum ársins fór einnig umtalsvert umfram tollkvóta. Þannig var búið að flytja inn rúm 238 tonn í lok maí sem er 132% af 180 tonna tollkvóta. Af þessum tollkvóta eru 65 tonn ætluð fyrir innflutning á upprunamerktum osti. 

Meira var líka búið að flytja inn af unnum kjötvörum á fyrstu fimm mánuðum ársins en sex mánaða tollkvóti gerir ráð fyrir, eða tæp 180 tonn. Það er 134% af 145 tonna tollkvóta.
Minna af pylsum

Talsvert vantaði aftur á móti upp á að búið væri að nýta tollkvóta fyrir pylsur í lok maí. Þá var búið að flytja inn rúmlega 62 tonn sem er einungis 50% af 125 tonna tollkvóta sem gildir fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Íslensku pylsurnar hafa  greini­lega slegið það duglega í gegn hjá neytendum að lítil þörf virðist vera fyrir pylsuinnflutning. 

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...