Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Heiðar Ríkarðsson, vélaverk­fræðingur C.S. / MBA hjá Eflu.
Jón Heiðar Ríkarðsson, vélaverk­fræðingur C.S. / MBA hjá Eflu.
Mynd / ÁL
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu um fýsileika graskögglaverksmiðju í nágrenni Húsavíkur.

Við þurrkun á grasinu er miðað við að nýta glatvarma sem verður til þegar kæla þarf 120 °C heitt vatn niður í 80 °C áður en það nýtist í hitaveitu. Þessi skýrsla var kynnt starfsfólki Bændasamtakanna á dögunum. Aðdragandi verkefnisins er sá að áðurnefnd verkfræðistofa og fjárfestingafélag, ásamt Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga, fóru síðasta vetur yfir hvað leyndist af vannýttum náttúruauðlindum í Þingeyjarsýslum.

Sú vinna leiddi í ljós að annars vegar færi mikill varmi til spillis þegar kæla þarf hitaveituvatn og hins vegar væri mikið ræktarland ónýtt. Báðar þessar auðlindir væri hægt að nýta í graskögglaverksmiðju. Með því að koma upp þurrkunarinnviðum opnast líka möguleikar á ýmissi annarri nýtingu.

Í samantekt skýrslunnar segir: „Meginmarkmið verkefnisins er að auka fæðuöryggi Íslands og að sjálfbærni innlendrar matvælaframleiðslu verði tryggt með samkeppnishæfni þeirrar fóðurfram- leiðslu sem lagt er upp með hér.“ Markaðssvæði verksmiðjunnar er allt Norðurland, frá Hrútafirði til Langaness. Heildarstærð þessa markaðar er metin vera 50.400 tonn af hreinum graskögglum, og 14.000 tonn af graskögglum sem blandaðir eru með öðrum fóðurtegundum, eins og byggi.

Til þess að graskögglarnir verði samkeppnishæfir við innflutt fóður annars vegar og heimaaflað gróffóður hins vegar, meta skýrsluhöfundar sem svo að miðast ætti við að hreinir graskögglar verði seldir á 68 kr/kg, á meðan þeir fóðurbættu ættu að seljast á 83 kr/kg. Hráefniskostnaður á grasi er áætlaður á bilinu 37,1 til 47,5 kr/kg þe háð vegalengd frá verksmiðju. „Stofnkostnaður fullbyggðrar verksmiðju á 10. rekstrarári er metinn 2.160 mkr,“ segir í skýrslunni.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...