Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jón Heiðar Ríkarðsson, vélaverk­fræðingur C.S. / MBA hjá Eflu.
Jón Heiðar Ríkarðsson, vélaverk­fræðingur C.S. / MBA hjá Eflu.
Mynd / ÁL
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu um fýsileika graskögglaverksmiðju í nágrenni Húsavíkur.

Við þurrkun á grasinu er miðað við að nýta glatvarma sem verður til þegar kæla þarf 120 °C heitt vatn niður í 80 °C áður en það nýtist í hitaveitu. Þessi skýrsla var kynnt starfsfólki Bændasamtakanna á dögunum. Aðdragandi verkefnisins er sá að áðurnefnd verkfræðistofa og fjárfestingafélag, ásamt Búnaðarsambandi Suður-Þingeyinga, fóru síðasta vetur yfir hvað leyndist af vannýttum náttúruauðlindum í Þingeyjarsýslum.

Sú vinna leiddi í ljós að annars vegar færi mikill varmi til spillis þegar kæla þarf hitaveituvatn og hins vegar væri mikið ræktarland ónýtt. Báðar þessar auðlindir væri hægt að nýta í graskögglaverksmiðju. Með því að koma upp þurrkunarinnviðum opnast líka möguleikar á ýmissi annarri nýtingu.

Í samantekt skýrslunnar segir: „Meginmarkmið verkefnisins er að auka fæðuöryggi Íslands og að sjálfbærni innlendrar matvælaframleiðslu verði tryggt með samkeppnishæfni þeirrar fóðurfram- leiðslu sem lagt er upp með hér.“ Markaðssvæði verksmiðjunnar er allt Norðurland, frá Hrútafirði til Langaness. Heildarstærð þessa markaðar er metin vera 50.400 tonn af hreinum graskögglum, og 14.000 tonn af graskögglum sem blandaðir eru með öðrum fóðurtegundum, eins og byggi.

Til þess að graskögglarnir verði samkeppnishæfir við innflutt fóður annars vegar og heimaaflað gróffóður hins vegar, meta skýrsluhöfundar sem svo að miðast ætti við að hreinir graskögglar verði seldir á 68 kr/kg, á meðan þeir fóðurbættu ættu að seljast á 83 kr/kg. Hráefniskostnaður á grasi er áætlaður á bilinu 37,1 til 47,5 kr/kg þe háð vegalengd frá verksmiðju. „Stofnkostnaður fullbyggðrar verksmiðju á 10. rekstrarári er metinn 2.160 mkr,“ segir í skýrslunni.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...