Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Landbúnaður er undir samfélagslosun Íslands og þar var þriggja prósenta samdráttur vegna fækkunar sauðfjár.
Landbúnaður er undir samfélagslosun Íslands og þar var þriggja prósenta samdráttur vegna fækkunar sauðfjár.
Mynd / smh
Fréttir 6. júní 2024

Ísland undir árlegri úthlutun í tveimur flokkum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst um eitt prósent á milli áranna 2021 og 2022 samkvæmt landsskýrslu sem nýlega var skilað til Evrópusambandsins (ESB), en er þó undir losunarúthlutun í tveimur flokkum.

Í umfjöllun Umhverfisstofnunar um landsskýrsluna kemur fram að samfélagslosun Íslands, sem er flokkur sem áður hét „Losun á beinni ábyrgð ríkja“, hafi staðið í stað á milli áranna. Landbúnaður tilheyrir þeim flokki og þar var þriggja prósenta samdráttur, vegna fækkunar sauðfjár á milli áranna.

Undir árlegri losunarúthlutun

Þrátt fyrir að heildarlosun hafi aukist var samfélagslosun Íslands og nettólosun vegna landnotkunar undir árlegri losunarúthlutun Íslands samkvæmt Parísarsamningi.

Í tilkynningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins segir um niðurstöðurnar að útlit sé „fyrir að Ísland muni standast skuldbindingar sínar gagnvart ESB um samdrátt í samfélagslosun og nettólosun vegna landnotkunar á þessum árum. Endanlegt mat á stöðu Íslands gagnvart skuldbindingunum um samdrátt í losun á tímabilinu 2021– 2025 mun liggja fyrir árið 2027 þegar uppgjör tímabilsins mun eiga sér stað.“

Binding vegna skógræktar eykst

Undir samfélagslosun falla vegasamgöngur, landbúnaður, sjávarútvegur, jarðvarmavirkjanir, efnanotkun og úrgangur. Í undirflokkunum var aukning í losun frá vegasamgöngum, fiskimjöls- verksmiðjum og eldsneytisbruna til orkuvinnslu, en á móti kemur að mikill samdráttur var frá fiskiskipum og kælimiðlum.

Losun vegna landnotkunar jókst um eitt prósent, en sá flokkur stendur sér og utan beinnar ábyrgðar Íslands. Losun frá landnotkun á við um alla losun og alla bindingu vegna hvers konar landnotkunar. Losun frá ræktarlandi, mólendi og votlendi jókst lítillega, en binding vegna skógræktar jókst að sama skapi og frá 1990 hefur hún sautjánfaldast.

Undir þriðja losunarflokkinn, viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, fellur losun frá stóriðju, flugi og skipaflutningum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Þar var tveggja prósenta aukning á milli áranna, sem má að mestu leyti rekja til losunar vegna aukinnar kísilmálmframleiðslu sem jókst um níu prósent.

Alþjóðlegar skuldbindingar

Á vef Umhverfisstofnunar má finna upplýsingar um alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Parísarsamningurinn nær yfir árin frá 2021 til 2030. Gagnvart honum hafa aðildarríki ESB, auk Íslands og Noregs, sett sér sameiginleg markmið um að hafa náð 55 prósenta samdrætti í losun árið 2030 miðað við árið 1990.

Til að ná markmiðinu árið 2030 þurfa löndin á þessu svæði í heild sinni að draga úr losun frá uppsprettum sem falla undir samfélagslosun ríkjanna um 40 prósent miðað við losun ársins 2005, ná 310 milljón tonna nettóbindingu frá uppsprettum sem flokkast undir landnotkun, draga úr losun frá uppsprettum sem falla undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir um 62 prósent miðað við losun ársins 2005.

Hlutdeildarmarkmið fyrir einstök ríki

Markmiðið sem snýr að viðskiptakerfinu er samevrópskt og því er ekki gert ráð fyrir að einstök ríki nái þeim fram fyrir árið 2030. Fyrir losun og bindingu innan landnotkunar og samfélagslosunar fá ríkin hins vegar úthlutað hlutdeildarmarkmiði sem endurspeglar stöðu og getu ríkjanna til samdráttar.

Hlutdeildarmarkmið fyrir samfélagslosun Íslands hefur ekki verið staðfest en talið er líklegt að það feli í sér samdrátt í samfélagslosun um 41 prósent árið 2030 miðað við losun árið 2005.

Núverandi markmið um samdrátt í samfélagslosun er 29 prósent árið 2030 og hefur Ísland nú náð 11 prósenta samdrætti fyrir árið 2022.

Ekki liggur fyrir hvert hlutdeildarmarkmið Íslands fyrir uppfært landnotkunarmarkmið ESB verður en núverandi markmið er að nettólosun aukist ekki miðað við tiltekin viðmiðunartímabil.

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...