Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Seiglu, einbeitingu og fumlaus vinnubrögð þarf til að rýja 370 ær á átta tímum. Það gerði Marie Prepple á dögunum og sló þar með heimsmet.
Seiglu, einbeitingu og fumlaus vinnubrögð þarf til að rýja 370 ær á átta tímum. Það gerði Marie Prepple á dögunum og sló þar með heimsmet.
Mynd / Emily Fleur
Fréttir 9. september 2022

Íslandsvinur sló heimsmet

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Breski bóndinn Marie Prepple sló heimsmet í rúningi í lok ágúst. Það er kannski ekki í frásögur færandi fyrir íslenska lesendur nema fyrir þá staðreynd að Marie kemur reglulega hingað til lands til að rýja fé íslenskra bænda.

Marie gerði atlögu við fyrsta heimsmet kvenna í átta tíma löngum rúningi á fullorðnu fé. Hún stóð við rúning í fjórum tveggja tíma hollum milli kl. 7 og 17 fimmtudaginn 26. ágúst. Niðurstaðan var 370 ær á 8 klukkutímum, sem gerir 1,3 kindur á mínútu.

Marie hefur vanið komur sínar hingað til lands og ráðið sig í rúning hjá íslenskum sauðfjárbændum ásamt vinkonu sinni, Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Fer af þeim stöllum gott orð um framúrskarandi vinnubrögð.

Í viðtali við landbúnaðarmiðilinn The Scottish Farmer segist Marie vera stolt af því að vinna í starfsstétt þar sem konur eru metnar til jafns við karla og fái m.a. sömu laun fyrir vinnu sína. Marie elur manninn á bænum Boyington Court Farm í Kent þar sem hún elur sauðfé á sjálfbæru beitarlandi og selur afurðir beint frá býli.

Skylt efni: rúningur

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...