Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Seiglu, einbeitingu og fumlaus vinnubrögð þarf til að rýja 370 ær á átta tímum. Það gerði Marie Prepple á dögunum og sló þar með heimsmet.
Seiglu, einbeitingu og fumlaus vinnubrögð þarf til að rýja 370 ær á átta tímum. Það gerði Marie Prepple á dögunum og sló þar með heimsmet.
Mynd / Emily Fleur
Fréttir 9. september 2022

Íslandsvinur sló heimsmet

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Breski bóndinn Marie Prepple sló heimsmet í rúningi í lok ágúst. Það er kannski ekki í frásögur færandi fyrir íslenska lesendur nema fyrir þá staðreynd að Marie kemur reglulega hingað til lands til að rýja fé íslenskra bænda.

Marie gerði atlögu við fyrsta heimsmet kvenna í átta tíma löngum rúningi á fullorðnu fé. Hún stóð við rúning í fjórum tveggja tíma hollum milli kl. 7 og 17 fimmtudaginn 26. ágúst. Niðurstaðan var 370 ær á 8 klukkutímum, sem gerir 1,3 kindur á mínútu.

Marie hefur vanið komur sínar hingað til lands og ráðið sig í rúning hjá íslenskum sauðfjárbændum ásamt vinkonu sinni, Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda á Ljótarstöðum í Skaftártungu. Fer af þeim stöllum gott orð um framúrskarandi vinnubrögð.

Í viðtali við landbúnaðarmiðilinn The Scottish Farmer segist Marie vera stolt af því að vinna í starfsstétt þar sem konur eru metnar til jafns við karla og fái m.a. sömu laun fyrir vinnu sína. Marie elur manninn á bænum Boyington Court Farm í Kent þar sem hún elur sauðfé á sjálfbæru beitarlandi og selur afurðir beint frá býli.

Skylt efni: rúningur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...