Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Íslenska geitin samþykkt inn í Presidia
Mynd / smh
Fréttir 11. febrúar 2016

Íslenska geitin samþykkt inn í Presidia

Höfundur: smh
Nýverið tilkynnti stofnun Slow Food-hreyfingarinnar um líffræðilegan fjölbreytileika að íslenska geitin hefði verið samþykkt inn í verkefni á þeirra vegum sem heitir Presidia. 
 
Snigillinn, merki
Slow Food-hreyfingarinnar.
Það felst meðal annars í því að vernda og styðja við gæða matvælaframleiðslu sem er í hættu að leggjast af, verndar einstök héruð og svæði, endurheimtir hefðbundnar vinnsluaðferðir, stendur vörð um upprunaleg búfjárkyn og staðbundnar plöntutegundir. Fyrir í Presidia-verkefni hjá Slow Food er íslenska skyrið.
 
Með skráningu í Presidia öðlast skyrið og geitin viðurkenningu á sínum gildum og mikilvægi innan Slow Food-hreyfingarinnar, sem hefðbundin vinnsluaðferð og upprunalegt búfjárkyn. Verkefnin verða hluti af alþjóðlegu tengslaneti Presidia og Slow Food vekur á þeim athygli. Stærð Slow Food-hreyfingarinnar hefur vaxið mjög á undanförnum árum með tilheyrandi vaxandi áhrifum. 
 
Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, hefur haft veg og vanda að umsóknarferlinu fyrir geitina, ásamt Jóhönnu B. Þorvaldsdóttir, geitfjárræktanda á Háafelli, Sif Matthíasdóttur, formanni Geitfjárræktarfélags Íslands og geitabónda í Hrísakoti – auk Dominique Plédel Jónsson, formanns Slow Food Reykjavík.
 
Verkefnið samanstendur af sjö geitfjárbændasamfélagi undir merkjum Geitfjárræktarfélags Íslands; Jóhanna B. Þorvaldsdóttur, Háafelli, Sif Matthíasdóttir, Hrísakoti, Bettina Wunsch, Brautartungu, Sigrún Jónsdóttir, Stóra-Hálsi, Birna K. Baldursdóttir, Eskiholti II, Ágúst Óli Leifsson og Íris, Felli, Sigrún Indriðadóttir, Stórhóli og Þórarinn Leifsson, Keldudal. 
 
Geitfjárræktarfélag Íslands var stofnað árið 1991 og varð aðili að Bændasamtökum Íslands síðasta vor. 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...