Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Íslenska geitin samþykkt inn í Presidia
Mynd / smh
Fréttir 11. febrúar 2016

Íslenska geitin samþykkt inn í Presidia

Höfundur: smh
Nýverið tilkynnti stofnun Slow Food-hreyfingarinnar um líffræðilegan fjölbreytileika að íslenska geitin hefði verið samþykkt inn í verkefni á þeirra vegum sem heitir Presidia. 
 
Snigillinn, merki
Slow Food-hreyfingarinnar.
Það felst meðal annars í því að vernda og styðja við gæða matvælaframleiðslu sem er í hættu að leggjast af, verndar einstök héruð og svæði, endurheimtir hefðbundnar vinnsluaðferðir, stendur vörð um upprunaleg búfjárkyn og staðbundnar plöntutegundir. Fyrir í Presidia-verkefni hjá Slow Food er íslenska skyrið.
 
Með skráningu í Presidia öðlast skyrið og geitin viðurkenningu á sínum gildum og mikilvægi innan Slow Food-hreyfingarinnar, sem hefðbundin vinnsluaðferð og upprunalegt búfjárkyn. Verkefnin verða hluti af alþjóðlegu tengslaneti Presidia og Slow Food vekur á þeim athygli. Stærð Slow Food-hreyfingarinnar hefur vaxið mjög á undanförnum árum með tilheyrandi vaxandi áhrifum. 
 
Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, hefur haft veg og vanda að umsóknarferlinu fyrir geitina, ásamt Jóhönnu B. Þorvaldsdóttir, geitfjárræktanda á Háafelli, Sif Matthíasdóttur, formanni Geitfjárræktarfélags Íslands og geitabónda í Hrísakoti – auk Dominique Plédel Jónsson, formanns Slow Food Reykjavík.
 
Verkefnið samanstendur af sjö geitfjárbændasamfélagi undir merkjum Geitfjárræktarfélags Íslands; Jóhanna B. Þorvaldsdóttur, Háafelli, Sif Matthíasdóttir, Hrísakoti, Bettina Wunsch, Brautartungu, Sigrún Jónsdóttir, Stóra-Hálsi, Birna K. Baldursdóttir, Eskiholti II, Ágúst Óli Leifsson og Íris, Felli, Sigrún Indriðadóttir, Stórhóli og Þórarinn Leifsson, Keldudal. 
 
Geitfjárræktarfélag Íslands var stofnað árið 1991 og varð aðili að Bændasamtökum Íslands síðasta vor. 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...