Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pokarnir frá Happ í helgi hafa slegið í gegn á aðventunni en í þeim leynast óvæntir glaðningar, allt íslenskar vörur, sem keyrðar eru heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu og því tilvalið að koma ástvinum og í raun hverjum sem er á óvart. Sjá nánar á happihelgi.is.
Pokarnir frá Happ í helgi hafa slegið í gegn á aðventunni en í þeim leynast óvæntir glaðningar, allt íslenskar vörur, sem keyrðar eru heim að dyrum á höfuðborgarsvæðinu og því tilvalið að koma ástvinum og í raun hverjum sem er á óvart. Sjá nánar á happihelgi.is.
Fréttir 4. janúar 2021

Íslenskt og óvænt í hverjum poka

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Eins og flestir vita hefur íslenska ferðaþjónustan og tengdar greinar þurft að þola þungt högg vegna heimsfaraldurs COVID-19. Íslenska vörumerkið Surpriceland var frekar nýtt af nálinni þegar faraldurinn skall á með sínum þunga, en fyrirtækið seldi sérstaka nammikassa til ferðamanna þar sem má segja að ferðamenn keyptu íslenskt nammi blindandi. Tilgangur kassanna var að koma á óvart með nammi og vöktu þeir mikla lukku í minjagripaverslunum áður en skellt var í lás.

„Þegar skellt var í lás voru góð ráð dýr. Við vissum að við vorum með eitthvað skemmtilegt í höndunum, enda elskum við að koma fólki á óvart. Í miðjum heimsfaraldri ákváðum við að snúa vörn í sókn og snúa hugmyndinni á bak við Surpriceland yfir á Íslendinga og víkka hana aðeins út. Úr því fæddist Happ í helgi þar sem eingöngu eru íslenskar vörur í hverjum poka,“ útskýrir Guðmundur R. Einarsson, einn af stofnendum Surpriceland.

Vinsælir drellar á aðventunni

Undir vörumerkinu Happ í helgi er að finna tvær vörur, gjafapoka í tveimur stærðum sem hafa að geyma alls kyns sætindi. Kaupandinn hefur ekki hugmynd um hvaða sætindi pokinn hefur að geyma og því kemur innihaldið rækilega á óvart. 

„Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að fólk getur kannski uppgötvað eitthvað nýtt í staðinn fyrir að fara alltaf í sama nammifarið. En auk þess hafa pokarnir frá Happ í helgi að geyma alls kyns aðra glaðninga sem hafa þann eina tilgang að gera helgina ógleymanlega og óvænta. Í öllum pokum til jóla fylgja einstaklega veglegir glaðningar; allt frá 25 þúsund króna gjafabréfum í Nettó og kaffivélum frá Nespresso til kaffis og kruðerís frá Bakarameistaranum og ógleymanlegrar lífsreynslu í Fly Over Iceland,“ segir Guðmundur og bætir við:

„Ekki skemmir fyrir að pokarnir frá Happ í helgi hafa hlotið það þjóðlega nafn drellir, en það er hið upprunalega íslenska orð yfir poka, þó það hafi haft ýmsa aðra merkingu hér áður fyrr. Fyrsti drellirinn seldist í gegnum vefsíðu Happ í helgi seinnipart sumars en síðan þá hafa fjölmargir Íslendingar látið koma sér á óvart. Nú, eða vakið undrun og gleði í brjóstum þeirra sem þeir elska. Drellarnir frá Happ í helgi hafa verið sérstaklega vinsælir á aðventunni og greinilegt að pokarnir eru komnir til að vera. Og hver veit, kannski fara drellarnir í enn frekari þróun á nýju ári, með tilheyrandi fjölgun á óvæntum uppákomum.“

Anna Alexía Guðmundsdóttir tekur kampakát á móti poka frá Happ í helgi sem
hafði að geyma óvænta glaðninga.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...