Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hér er verið að ferma flutningavagninn með kurlinu en einnig verða fluttar með sendingunni heyrúllur til Færeyja.
Hér er verið að ferma flutningavagninn með kurlinu en einnig verða fluttar með sendingunni heyrúllur til Færeyja.
Mynd / Skógrækt ríkisins
Fréttir 24. maí 2016

Íslenskt trjákurl til Færeyja

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Trjákurl frá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað hefur að undanförnu verið flutt út í nokkrum mæli til Færeyja. Færeyingar nýta kurlið sem undirburð fyrir hross. Nýlega hafa um 20 rúmmetrar af lerkikurli farið utan með ferjunni Norrænu og áform eru uppi um frekari útflutning.
 
Tilurð samstarfsins má rekja til heimsóknar nokkurra Færeyinga í Hallormsstaðaskóg árið 2014 þar sem þeir kynntu sér ýmsa framleiðslu úr viði. Kurlið vakti athygli þeirra og í framhaldi af heimsókn þeirra sendu starfsmenn Skógræktar ríkisins á Hallormsstað 6 rúmmetra af kurli með ferjunni frá Seyðisfirði til prufu. Kaupandi var hestamannafélagið Berg Hestar í Þórshöfn en það er áhugafélag um íslenska hestinn.
 
Færeyingar nýttu kurlið sem undirburð fyrir hross og gafst það vel. Því hefur nú verið gengið frá nýrri pöntun á um 20 rúmmetrum af lerkikurli sem nýlega voru fluttir til Færeyja. Farmurinn verður fluttur á vagni ásamt heyrúllum af svæðinu. Ætlunin er að nýta kurlið sem undirlag í reiðhöllinni í Þórshöfn.
 
Vonast er til að framhald verði á þessu samstarfi Færeyinga og Skógræktar ríkisins á Hallormsstað að því er fram kemur á vefnum skogur.is. 

Skylt efni: trjákurl

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...