Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hinrik Carl Ellertsson og Anton Elí Ingason.
Hinrik Carl Ellertsson og Anton Elí Ingason.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 23. janúar 2020

Íslenskur keppandi á Ólympíuleikum ungkokka

Höfundur: Ritstjórn

Dagana 28. janúar til 2. febrúar fara fram Ólympíuleikar ungkokka á Indlandi og á Ísland keppanda þar, Anton Elí Ingason frá Akranesi.

Alls taka 32 þjóðir þátt í keppninni hvaðanæva frá í heiminum. Síðast þegar Ísland keppti á þessu móti hreppti Ísland 6. sætið. Til mikils er að vinna, því verðlaunafé fyrir sigur í þessari sterku keppni er 1,2 milljónir.

Keppnin fer fram í 6 borgum víðsvegar um Indland og mun Ísland keppa í Deli, Goa og Kolkata.

Anton hefur verið aðstoðarmaður í Bocus d'Or þegar Bjarni Siguróli keppti fyrir Íslands hönd. Einnig hefur Anton starfað á sumum af bestu veitingahúsum Íslands eins og Nostra.

Anton hefur æft stíft fyrir keppnina í Menntaskóla Kópavogs undanfarnar vikur. Í æfingunum skiptir tímasetning öllu, segir Anton, því keppendum er einungis úthlutað einum og hálfum tíma í verkefnin á hverjum keppnisdegi. Verkefnin eru mjög margbreytileg; allt frá úrbeiningu á kjúklingi og elda aðalrétt úr honum yfir í bakstur á perueftirrétti eða grænmetisrétti úr framandi hráefni.

Aðspurður segir Anton að hann hlakki mest til að vinna með allt það framandi hráefni sem verður skaffað, margt nýtt sem hann hefur ekki unnið með áður.

Þjálfarinn hans í keppninni er Hinrik Carl Ellertsson, sem var rekstarstjóri á Dill restaurant auk þess að starfa í dag sem kennari við Menntaskólann í Kópavogi. ,,Ég hef mikla trú á drengnum, hann hefur staðið sig vel í undirbúningi og er mikil tilhlökkun í hópnum, 

Styrktaraðilar þátttökunnar eru:

  • Matarauður Íslands
  • Menntaskólinn í Kópavogi
  • Matvís
  • Iðan fræðslusetur
  • Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur
  • Fastus
  • Bananar


Meira er hægt að lesa um keppnina í gegnum vef keppninnar og samfélagsmiðla:

Website: http://ycolympiad.com
Facebook:  https://www.facebook.com/ycolympiad
Twitter: @ycolympiad
Instagram : yc_olympiad
 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.