Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Jóhann R. Skúlason, knapi ársins, og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna á Uppskeruhátíðinni.
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Jóhann R. Skúlason, knapi ársins, og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna á Uppskeruhátíðinni.
Fréttir 13. desember 2019

Jóhann R. Skúlason er knapi ársins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fór á dögunum. Fremstu afreksknapar hér á landi sem og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð  á hátíðinni.

Jóhann Rúnar vann þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Einnig á hann hæstu tölteinkunn ársins, 8,90.

Aðrir knapar sem hlutu verðlaun á hátíðinni voru, Benjamín Sandur Ingólfsson sem valinn var efnilegasti knapi ársins 2019, Konráð Valur Sveinsson hreppti nafnbótina skeiðknapi ársins 2019 og Hlynur Guðmundsson var valinn gæðingaknapi ársins. Jóhann Rúnar var íþróttaknapi ársins og Árni Björn Pálsson kynbótaknapi ársins. Þá var tilkynnt um að Syðri Gegnishólar/Ketilsstaðir hefði fengið verðlaun í flokki keppnishestabúa ársins og Stuðlar eru ræktunarbú ársins 2019. 

Bjarnleifur heiðraður

Á Uppskeruhátíðinni veitti Landssamband hestamanna, LH Bjarnleifi Árna Bjarnleifssyni heiðursverðlaun LH en hann hefur starfað í félagsmálum hestamanna óslitið í 30 ár og er enn að. Hann var formaður landsliðsnefndar LH í tíu ár, frá hausti 2003 til ársins 2013. Bjarnleifur hefur áður hlotið viðurkenningu fyrir óeigingjant starf í þágu hestamanna, hann hefur hlotið félagsmálaskjöld og starfsmerki UMSK og gullmerki Landssambands hestamannafélaga. Heiðursverðlaun Félags hrossabænda hlaut Baldvin Kr. Baldvinsson fyrir ræktun sína á kynbótahrossum og keppnishrossum frá Torfunesi. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...