Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrstu ferðamenn vetrarins sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break lentu á Akureyrarflugvelli í vikunni. Alls verða 29 ferðir milli Akureyrar og Bretlands og farþegar um 4500 talsins.
Fyrstu ferðamenn vetrarins sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break lentu á Akureyrarflugvelli í vikunni. Alls verða 29 ferðir milli Akureyrar og Bretlands og farþegar um 4500 talsins.
Mynd / Isavia/Auðunn Níelsson
Fréttir 11. desember 2018

Kærkomin innspýting í ferðaþjónustu norðan heiða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fyrstu ferðamenn vetrarins sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break lentu á Akureyrarflugvelli í vikunni.

Flugferðirnar verða alls 29 í vetur og í hverri ferð verða sæti fyrir 200 manns. Þessi innspýting er því afar kærkomin fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, eins og sást síðasta vetur.

Félagið Titan Airways sér um flugið  og notar eina af stærri vélum félagsins, Airbus A321 til verksins.

„Við erum hæstánægð með að vera komin aftur til Norðurlands fyrir fyrsta flug vetrarins,” segir  Chris Hagan, hjá Super Break í tilkynningu sem Markaðsskrifstofa Norðurlands sendi frá sér af þessu tilefni.

Fyrsta flugið var frá Exeter, einum af þeim 18 flugvöllum sem flogið verður frá í þessum 29 ferðum, en einnig verður m.a. flogið frá Inverness, Isle of Man, Jersey, Derry, Newquay og London Southend. Um 4500 ferðamenn eru væntanlegir á vegum Super Breaks frá desember og fram í mars en félagið vinnur í nánu samstarfi við Markaðsskrifstofu Norðurlands, Isavia og Titan Airways við þetta verkefni.

Heimamönnum býðst að kaupa flugsæti til Bretlands, en það skapar í fyrsta sinn tækifæri á beinum tengingum við hin ýmsu héruð Bretlands sem ekki hafa áður verið í boði.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...