Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úr sláturhúsinu á Blönduósi. Mynd / HKr.
Úr sláturhúsinu á Blönduósi. Mynd / HKr.
Fréttir 11. febrúar 2021

Kjarnafæði selur 200 tonn af halalslátruðu lambakjöti til Noregs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kjarnafæði hefur gert samning við NoriDane Foods A/S um sölu á 100 tonnum af halal-slátruðu lambakjöti til Noregs og líkur eru á sölu á 100 tonnum til viðbótar.

Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmda­stjóri hjá Kjarnafæði.

Gunnlaugur Eiðsson, fram­kvæmda­stjóri hjá Kjarnafæði, segir að búið sé að ganga frá sölu á hundrað tonnum af lambakjöti til alþjóðlegra sölusamtaka í Noregi sem heita NoriDane Foods A/S og að vonandi semjist um 100 tonn í viðbót. „Það er enn í vinnslu en ég er bjartsýnn á að salan gangi eftir en um sölu á heilum skrokkum er að ræða.“

Halal-slátrun

„Kjarnafæði er búið að vera í samstarfi við NoriDane, sem er í 50% eigu norsku bændasamtakanna og svo ýmissa einstaklinga. Þeir eru með söluskrifstofur á um 60 stöðum í heiminum og með þeim stærri þegar kemur að verslun með kjöt og kjötafurðir á heimsmarkaði. NoriDane hafa í gegnum árin verið stórir kaupendur hjá okkur af alls konar aukaafurðum.“

Gunnlaugur segir að Kjarnafæði hafi beitt halal-slátrun á Blönduósi til fjölda ára, sem er tilkomið vegna þess að þeir töldu sig vera komna með sölusamning við Írak á sínum tíma. „Við höfum beitt aðferðinni síðan og þessi sala dettur inn á borð til okkar vegna þess að fénu var slátrað með þeirri aðferð og kjötið því viðurkennt sem halal-kjöt.“

Fá betra verð en innanlands

Að sögn Gunnlaugs eru þeir að fá verð sem er yfir verði á innan­landsmarkaði fyrir kjötið. „Okkur er afskaplega illa við að selja kjöt á erlendan markað undir kostnaðarverði og gerum það einfaldlega ekki, þannig að við erum að fá ásættanlegt verð fyrir kjötið.

Salan er mjög heppileg fyrir okkur en sá hængur er á að þetta er bara ein sala og ekkert fast í hendi um framhaldið. Við fengum svipaða sölu fyrir nokkrum árum og stukkum á hana líkt og þessa sölu.

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...