Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kjötsúpudagurinn á fyrsta degi vetrar
Fréttir 24. október 2019

Kjötsúpudagurinn á fyrsta degi vetrar

Höfundur: Ritstjórn

Kjötsúpudagurinn verður haldinn hátíðlegur á Skólavörðustíg, laugardaginn 26. október, fyrsta vetrardag.

Eins og venjulega verður boðið upp á rjúkandi heita íslenska kjötsúpu á Skólavörðustígnum. Þetta er 17. árið í röð sem vetri er fagnað á þennan hátt. Það eru sauðfjárbændur, Sölufélag garðyrkjumanna og rekstraraðilar og íbúar á Skólavörðustígnum sem bjóða gestum og gangandi að bragða á ilmandi, heitri og bragðgóðri súpu.

Alls munu 1.500 lítrar af súpu vera á boðstólum en það er rík hefð fyrir því að hún klárist.

Alls verður boðið upp á kjötsúpu á sjö stöðum á Skólavörðustígnum og það eru margir af fremstu matreiðslumönnum landsins sem gefa vinnu sína á þessum degi. Klukkan. 14 verður byrjað að gefa súpu á sjö stöðum.

Staðsetning súpustöðva:

  • Fish and Chips Skólavörðustíg 8
  • Kaffi Loki - Skólavörðustíg 23 (Fyrir utan Sölku Völku Fish & more)
  • Krua Thai Skólavörðustíg 21a
  • Ostabúðin - Skólavörðustíg 38
  • Sjávargrillið - Skólavörðustíg 14
  • Þrír Frakkar - Skólavörðustíg 9
Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.