Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Reisa á kornþurrkstöð rétt hjá Húsavík.
Reisa á kornþurrkstöð rétt hjá Húsavík.
Mynd / smh
Fréttir 2. febrúar 2024

Kornþurrkstöð við Húsavík

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga fyrirhugar að reisa kornþurrkstöð rétt hjá Húsavík nú á útmánuðum.

Að sögn stjórnarmanna í búnaðarsambandinu er komin lóð undir verkefnið, samningaviðræður við Orkuveitu Húsavíkur um kaup á 120 gráðu heitu vatni eru langt komnar og annar undirbúningur á lokametrunum. Stöðin mun byggja á umhverfisvænni tækni og verður eingöngu knúin heitu vatni.

Í skriflegu svari frá stjórn búnaðarsambandsins við fyrirspurn um verkefnið segir að unnið sé að því um þessar mundir að fá fjárfesta að verkefninu og helst sé vilji til þess að þeir komi af svæði búnaðarsambandsins. „Við vitum að það er mikil eftirspurn eftir stöð á svæðinu og hún mun ganga á fullum afköstum. Nú þegar vitum við af flöskuhálsum, bæði í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði, sem þessi þurrkstöð getur leyst úr,“ segir í svarinu frá stjórninni. Gert er ráð fyrir að afkastageta fyrsta áfanga yrði allt að 1.500 tonn á ári, sem er sú stærðargráða sem mælt var með að lágmarki í skýrslunni Bleikir akrar, aðgerðaráætlun um aukna kornrækt. Segja stjórnarmenn að nóg sé til af varmaorku til að margfalda þessa þurrkgetu í náinni framtíð.

„Kornþurrkunin er hugsuð sem fyrsti áfanginn í uppbyggingu á alhliða þurrkstöð sem nýtir glatvarma frá Hveravöllum í Reykjahverfi og hráefni úr héraði í fjölbreytta framleiðslu á ársgrundvelli. Þar eru graskögglar, blandaðir til dæmis byggi eða öðrum fóðurhráefnum, ein helsta afurðin.

Auk þess eru áætlanir um þurrkun á hálmi, viðarkurli, sjávargróðri og sveppum svo nokkur dæmi séu tekin. Áburðarframleiðsla er einnig spennandi kostur,“ segja stjórnarmenn að lokum.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...