KS hækkar verð til bænda vegna sölu á hrossakjöti til Japan
Kaupfélag Skagfirðinga hækkaði skilaverð til bænda á hrossakjöti um síðustu mánaðamót vegna aukinnar sölu til Japan. Verð fyrir kílóið af fullorðnum hrossum hækkar úr 70 krónum í 105 krónur fyrir kílóið.
Ágúst Andrésson, framkvæmdastjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, segir ástæðuna fyrir hækkuninni vera góðan árangur í markaðssetningu á hrossakjöti í Japan. „Sala á hrossakjöti til Japan er mest á haustin og fram í mars. Fyrir þann tíma munum við boða sérstaka premíu á skilaverðið á hross sem falla sérstaklega undir kröfur Japananna.
Premían kemur ofan á þær 105 krónur sem við borgum núna. Ég er ekki alveg klár á hvað premían verður mikil en hún verður nokkur.“