Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenska lambabeikonið hefur selst afar vel síðan sala þess hófst í verslunum.
Íslenska lambabeikonið hefur selst afar vel síðan sala þess hófst í verslunum.
Fréttir 12. júní 2017

Lambabeikon í búðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Kjarnafæði hefur hafið almenna sölu á íslensku lambabeikoni í matvöruverslunum. Lambabeikonið er unnið úr lambaslögum og verkað á svipaðan hátt og grísabeikon. 
 
„Í lambabeikoni er enginn sykur og minna salt en í venjulegu beikoni,“ segir Ólafur Már Þórisson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. 
 
„Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki að fara að slá út beikon. En þetta er partur af því að vera með vöruþróun í lambakjöti og gera eitthvað áhugavert úr þessari afurð,“ bætir hann við.
 
Styttra og þynnra
 
Lambabeikonið hefur verið í þróun hjá kjötiðnaðarmönnum Kjarnafæðis á undanförnum vikum. 
Partur af því var að kynna afurðina í mötuneytum og á veitingastöðum. Lambabeikonið hefur að sögn Ólafs mælst vel fyrir.
 
„Bragðið er öðruvísi og lambabeikonið er styttra sökum þess að síðurnar á grísnum eru lengri. Það er því góður munur á vörunum. Við fengum auk þess góðar ábendingar sem við nýttum okkur. Til að mynda fengum við athugasemdir varðandi þykktina og höfum nú sneitt það þynnra svo auðveldara sé að ná því stökku, en þá er það algjört sælgæti.“
 
Lambabeikonið má nú finna í verslunum Hagkaups, Nettó, Iceland og Kosti.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...