Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úkraínski landbúnaðarblaðamaðurinn Iurri Mykhailov
Úkraínski landbúnaðarblaðamaðurinn Iurri Mykhailov
Mynd / VH
Fréttir 21. júlí 2022

Landbúnaður í Úkraínu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úkraínski landbúnaðarblaða­maðurinn Iurri Mykhailov segir ástandið í heimalandi sínu einkennast af ringulreið og fullkominni óvissu.

Ræktarland í Úkraínu er eitt það besta í heimi og talið að í landinu sé að finna um 30% af allri svartri og bestu ræktunarmold heimsins, um 42 milljónir hektara. Landið er stundum kallað brauðkarfa Evrópu vegna mikillar kornræktar. Ræktun á korni og sólblómum er stórtæk í landinu og flestir akrar á stærðarbilinu tíu þúsund til hundrað þúsund hektarar og umfangið því gríðarlegt.

Mykhailov segir að ef horft sé til áhrifa stríðsins á landbúnað þá sitji þjóðin uppi með rúmlega 20 milljón tonn af korni af uppskeru síðasta árs sem ætluð var til útflutnings. Uppskera korns þessa árs er hafin og búist er við að hún verði yfir meðallagi og einhvers staðar á bilinu 60 til 70 milljón tonn.

„Geymslugeta í landinu er ekki næg til að taka á móti öllu því magni til viðbótar við þau 20 milljón tonn sem fyrir eru. Ástandið er því þannig að Úkraínumenn vita ekki hvað þeir eiga að gera við uppskeruna á meðan ekki er hægt að flytja hana úr landi,“ segir Mykhailov.

Sjá nánar á bls 20 - 21. í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...