Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Landnámshólf ekki lengur riðusýkt svæði
Fréttir 1. febrúar 2024

Landnámshólf ekki lengur riðusýkt svæði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun aflétti um áramótin riðuhöftum í Landnámshólfi. Þá voru liðin 20 ár frá því að riðuveiki greindist þar síðast.

Sýkt svæði innan hólfsins töldust vera sveitarfélögin Ölfus, Hveragerði, Árborg og Grafningur í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar markast varnarlínur hólfsins í norðri af Hvalfjarðarlínu, sem liggur úr Hvalfirði við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxahryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul. Að sunnan afmarkast hólfið af Hvítárlínu, sem er Ölfusá, Hvítá að Jökulfalli og síðan Jökulfall og Jökulkvísl að Blágnípujökli.

Að austan afmarkast hólfið af Sogs- og Bláskógalínu, sem er Sogið frá Ölfusá um Þingvallavatn og úr því um Ármannsfell í Hvalfjarðarlínu við Kvígindisfell.

Næst verður aflétt riðuhöftum af Biskupstungnahólfi. Ef ekki kemur upp staðfest tilfelli í hólfinu á þessu ári verður þeim aflétt um næstu áramót.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...