Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landssamband veiðifélaga leggst gegn eldi frjórra norskra laxa í opnum sjókvíum
Mynd / Landssamband veiðifélaga
Fréttir 20. mars 2020

Landssamband veiðifélaga leggst gegn eldi frjórra norskra laxa í opnum sjókvíum

Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lagst er harðlega gegn því að eldi frjórra norskra laxa verði leyft í opnum sjókvíum. Viðbrögð sambandsins koma í kjölfar ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um endurskoðun áhættumats erfðablöndunar vegna laxeldis í sjókvíum.

Í nýju áhættumati er gert ráð fyrir 20 prósenta heildaraukningu á lífmassa af eldismagni, samtals fyrir Austfirði og Vestfirði.


Í tilkynningu Landssambands veiðifélaga segir:
„Í gær kynnti Hafrannsóknarstofnun tillögu sína að ráðgjöf um endurskoðun áhættumats erfðablöndunar vegna laxeldis í sjókvíum. Þessi tillaga er mikil vonbrigði. Landssamband veiðifélaga mun leggjast harðlega gegn því að leyft verði eldi frjórra norskra laxa í opnum sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Ljóst er að með því að flýta gerð nýs áhættumats með lögum er ekki byggt á reynslunni af fullnýttu áhættumati sem stofnunin gaf út í kjölfar samkomulags sem náðist í samráðsnefnd um stefnumótun í fiskeldi. Jafnframt er gerð alvarleg athugasemd við að í Ísafjarðardjúpi sé nú skylt samkvæmt lögum að taka tillit til svokallaðara mótvægisaðgerða sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem ættu í raun að vera almennt skilyrði fyrir eldisleyfi frekar en tól til að auka magn frjórra laxa. Hins vegar er ekki skylt að taka tillit til áhrifa laxalúsar eða sjúkdóma á nálæga stofna.

Það samkomulag sem náðist í samráðsnefnd um stefnumótun í fiskeldi um áhættumat um erfðamengun var um margt tímamóta samkomulag sem var síðan svikið við lögfestingu nýrra laga um fiskeldi siðastliðið vor. Alvarlegasta breytingin var sú að Hafrannsóknastofnun var gert skylt að taka tillit til mótvægisaðgerða fiskeldisfyrirtækjanna við gerð matsins. Þannig verða til dæmis tækniframfarir og þróun í eldinu til þess að auka eldis magnið og þar með áhættuna fyrir villta stofna. Mótvægisaðgerðirnar munu ekki leiða til aukinnar verndar stofnanna og umhverfisvæns fiskeldi.

Bent er á að áhættumatið sem var birt í gær er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Eftir er að fjalla um það í samráðsnefnd um fiskeldi þar sem fulltrúi Landssambandsins á sæti. Samráðsnefndin mun veita ráðgefandi álit um áhættumatið en Hafrannsóknastofnun ber að að taka rökstudda afstöðu til þess álits og gera breytingar á tillögunni ef stofnunin telur ástæðu til. Það er þess vegna ennþá tækifæri til þess að hverfa frá þessum fráleitu hugmyndum um eldi á frjóum norskum löxum í Ísafjarðardjúpi með tilheyrandi áhættu fyrir villta íslenska laxastofna á Vestfjörðum og Norðvesturlandi.

Verði Ísafjarðardjúp opnað fyrir eldi frjórra laxa verður það svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi. Landssamband veiðifélaga mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...