Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Landssamband veiðifélaga leggst gegn eldi frjórra norskra laxa í opnum sjókvíum
Mynd / Landssamband veiðifélaga
Fréttir 20. mars 2020

Landssamband veiðifélaga leggst gegn eldi frjórra norskra laxa í opnum sjókvíum

Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lagst er harðlega gegn því að eldi frjórra norskra laxa verði leyft í opnum sjókvíum. Viðbrögð sambandsins koma í kjölfar ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um endurskoðun áhættumats erfðablöndunar vegna laxeldis í sjókvíum.

Í nýju áhættumati er gert ráð fyrir 20 prósenta heildaraukningu á lífmassa af eldismagni, samtals fyrir Austfirði og Vestfirði.


Í tilkynningu Landssambands veiðifélaga segir:
„Í gær kynnti Hafrannsóknarstofnun tillögu sína að ráðgjöf um endurskoðun áhættumats erfðablöndunar vegna laxeldis í sjókvíum. Þessi tillaga er mikil vonbrigði. Landssamband veiðifélaga mun leggjast harðlega gegn því að leyft verði eldi frjórra norskra laxa í opnum sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Ljóst er að með því að flýta gerð nýs áhættumats með lögum er ekki byggt á reynslunni af fullnýttu áhættumati sem stofnunin gaf út í kjölfar samkomulags sem náðist í samráðsnefnd um stefnumótun í fiskeldi. Jafnframt er gerð alvarleg athugasemd við að í Ísafjarðardjúpi sé nú skylt samkvæmt lögum að taka tillit til svokallaðara mótvægisaðgerða sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem ættu í raun að vera almennt skilyrði fyrir eldisleyfi frekar en tól til að auka magn frjórra laxa. Hins vegar er ekki skylt að taka tillit til áhrifa laxalúsar eða sjúkdóma á nálæga stofna.

Það samkomulag sem náðist í samráðsnefnd um stefnumótun í fiskeldi um áhættumat um erfðamengun var um margt tímamóta samkomulag sem var síðan svikið við lögfestingu nýrra laga um fiskeldi siðastliðið vor. Alvarlegasta breytingin var sú að Hafrannsóknastofnun var gert skylt að taka tillit til mótvægisaðgerða fiskeldisfyrirtækjanna við gerð matsins. Þannig verða til dæmis tækniframfarir og þróun í eldinu til þess að auka eldis magnið og þar með áhættuna fyrir villta stofna. Mótvægisaðgerðirnar munu ekki leiða til aukinnar verndar stofnanna og umhverfisvæns fiskeldi.

Bent er á að áhættumatið sem var birt í gær er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Eftir er að fjalla um það í samráðsnefnd um fiskeldi þar sem fulltrúi Landssambandsins á sæti. Samráðsnefndin mun veita ráðgefandi álit um áhættumatið en Hafrannsóknastofnun ber að að taka rökstudda afstöðu til þess álits og gera breytingar á tillögunni ef stofnunin telur ástæðu til. Það er þess vegna ennþá tækifæri til þess að hverfa frá þessum fráleitu hugmyndum um eldi á frjóum norskum löxum í Ísafjarðardjúpi með tilheyrandi áhættu fyrir villta íslenska laxastofna á Vestfjörðum og Norðvesturlandi.

Verði Ísafjarðardjúp opnað fyrir eldi frjórra laxa verður það svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi. Landssamband veiðifélaga mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga.“

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...