Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bær á Höfðaströnd. Sigmar Bragason og Mætta frá Bæ.
Bær á Höfðaströnd. Sigmar Bragason og Mætta frá Bæ.
Mynd / Þórir Tryggvason
Fréttir 11. júní 2019

Léttir á Akureyri hélt vel heppnaða Hestaveislu

Höfundur: Magrét Þóra Þórsdóttir
Vel heppnuð og árleg Hestaveisla Hestamannafélagsins Léttis var haldin í Léttishöllinni fyrir skömmu, en einnig var í tengslum við veisluhöldin farið í heimsókn í Torfunes og til Hestamannafélagsins Grana á Húsavík.
 
Fyrsti viðburðurinn nefndist Fákar og fjör en 10 ár eru frá því sá viðburður varð árlegur í starfsemi Léttis og því meira lagt í hann en oft áður. Hann hófst með eftirminnilegu opnunaratriði þar sem fjölskyldan á Myrkárbakka, foreldrar og 7 börn, 4 til 17 ára, komu ríðandi inn í höllina klædd í Léttisbúning undir íslenskum fánum og Léttisfánum. Fjöldi atriða var í boði að því loknu, en m.a. hlaut Atli Freyr Maríönnuson nafnbótina „Bjartasta vonin 2019“ og viðeigandi bikar að launum. Gunnar og Kristbjörg í Auðholtshjáleigu gáfu bikarinn árið 2013 og hefur hann verið afhentur á skemmtuninni Fákar og fjör síðan þá. Gunnar og Kristbjörg voru ásamt Þórdísi dóttur sinni með atriði og sýndu hross sín.
 
Léttismenn brugðu undir sig betri fætinum og héldu austur yfir, komu við hjá Baldvin Kr. Baldvinssyni á ræktunarbúinu Torfunesi og héldu svo áfram til Húsavíkur og heimsóttu Granamenn þar í bæ.  Hnakkakynning var í Léttishöllinni og þá var boðið upp á stórsýningu sem bar heitið Ræktunarveislan. Helgin er eins konar uppskeruhátíð hrossaræktunarstarfs á Norðurlandi, en það sem m.a. var í boði var bjartasta vonin, skrautreiða- ­­hliðahryssur og alhliðahestar, klárhryssur og klárhestar, heiðrun, flugskeið, stóðhestar, ræktunarbú, afkvæmasýningar, grín, heimsmeistari og margt, margt fleira skemmtilegt. 
Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...