Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bleikmálaður Valtra vakti óskipta athygli á landbúnaðarsýningunni Libramont í Belgíu. Segja má að kvenlegt yfirbragð hafi einkennt dráttarvélina alla enda að innan allt leður og áklæði rautt, sem og gólfteppið. Þessar hressu íslensku dömur voru sérstakleg
Bleikmálaður Valtra vakti óskipta athygli á landbúnaðarsýningunni Libramont í Belgíu. Segja má að kvenlegt yfirbragð hafi einkennt dráttarvélina alla enda að innan allt leður og áklæði rautt, sem og gólfteppið. Þessar hressu íslensku dömur voru sérstakleg
Mynd / SS
Fréttir 31. ágúst 2015

Libramont 2015

Höfundur: Snorri Sigurðsson
Landbúnaðarsýningin Libramont 2015, sem haldin er árlega fjóra daga seinnipartinn í júlí í Libramont-Chevgny í Suður-Belgíu, var afar vel sótt í ár. Alls voru gestir sýningarinnar um 220 þúsund talsins og þar af m.a. hópur ungra íslenskra bænda, en dvöl á sýningunni var hluti af ferðalagi þeirra um Evrópu. 
 
Líkt og undanfarin ár var sýningin afar fjölbreytt og margt áhugavert að sjá og skoða enda voru um 800 sýnendur á Libramont í ár með yfir 5 þúsund tegundir tækja og tóla auk 3.500 kynbótagripa.
 
Allt fyrir alla
 
Það má heita að á sýningunni séu öll helstu landbúnaðartæki sem völ er á og öll helstu og þekkt­ustu vörumerkin bæði í dráttarvélum, heyvinnuvélum eða öðru því sem bændur nota við sín daglegu störf. Vissulega verða ekki miklar breytingar á þessum vélum og tækjum ár frá ári en alltaf er þó eitthvað nýtt sem kemur og alltaf er einhver framþróun sem betur fer. Þeir sem hafa farið oft á landbúnaðarsýningar sjá því alltaf eitthvað nýtt og áhugavert í hvert skipti og var sýningin í ár engin undantekning.
 
Hauggasorkuver fyrir minni búin
 
Þegar rætt er um rekstur á hauggasorkuverum erlendis hafa sjónir manna oftast beinst að stærri kúabúunum, þar sem hingað til hefur ekki þótt hagkvæmt að vinna gas úr tiltölulega litlu magni af skít. Nú kann að verða breyting á þessu en fyrirtækið Biolectric kynnti á sýningunni heildarlausn fyrir kúabú í hauggasframleiðslu. Kúabóndi getur sem sagt í dag keypt heildarlausn, bæði gerjunartank og allt stýrikerfið fyrir gerjunina ásamt öllu orkuframleiðslukerfinu. 
 
Kerfið virkaði afar áhugavert og í fyrsta skipti sem undirritaður, sem hefur allnokkra reynslu af landbúnaðarsýningum, rekur augun í heildstæða lausn sem virðist geta hentað fyrir a.m.k. einhver íslensk kúabú. 
 
Jan Palmaers, sem er einn af eigendum fyrirtækisins, sagði að kerfið væri hannað fyrir 600 þúsund lítra mjólkurframleiðslueiningu eða 55–60 kýr. Þær þyrftu einnig að vera í fjósi þar sem eru lokaðir flórar vegna þess að orkuvinnsla á skít frá opnum haughúsum væri mun erfiðari. 
 
Aðspurður um muninn þá sagði Jan að væru kýr á rimlum þá þyrfti u.þ.b. 200 þúsund lítra mjólkurframleiðslu í viðbót svo mykjan væri nógu orkurík og gasframleiðslan væri sambærileg en skýringin felst í uppgufuninni frá haughúsum og orkutapi þar með. 
 
Minnsta staðlaða einingin frá Biolectric kostar uppsett, á meginlandi Evrópu, 95 þúsund evrur eða um 14 milljónir króna og slíkt gasorkuver framleiðir 77 þúsund kWh á ári að meðaltali. Bændur í flestum löndum Evrópusambandsins fá styrki fyrir að framleiða sk. umhverfisvænt rafmagn og er áætlaður uppgreiðslutími á fjárfestingu sem þessari einungis um fimm ár.
 
Heimsendingarþjónusta á léttvíni
 
Það eru ekki bara tæki, tól og kynbótagripir á Libramont heldur einnig fjölmargir bændur sem eru í heimavinnslu og sölu beint frá býli. Betrand Guindeuil er einmitt einn þeirra en hann er ungur vínbóndi með tiltölulega litla framleiðslu í Villenave de Rions-héraði suðaustan við Bordeaux í Frakklandi. 
Í hörðum heimi samkeppninnar í léttvínssölu hefur hann fundið snjalla leið til þess að koma sinni vöru á markað en hann býður upp á heimsendingarþjónustu um allt meginland Evrópu, þ.e. sé yfirhöfuð heimilt að selja léttvín utan sérstakra áfengisverslana. Áhugaverð leið við markaðssetningu á vörum beint frá býli.
 
Ókeypis mold fyrir bændur
 
Allt er nú til kann einhver að segja en í Belgíu veitir fyrirtækið GrondDepot afar sérstaka þjónustu sem felst í því að bændur geta haft samband og fengið ókeypis jarðveg frá fyrirtækinu til þess að jafna út land sitt! GrondDepot kemur þá á svæðið með jarðveginn, fyllir í lautir og dældir og jafnar sjálft út og gerir tilbúið fyrir sáningu. Virkar einkar undarleg ókeypis þjónusta en tilfellið er að í Belgíu eru margir verktakar í vandræðum með uppmokstur frá t.d. vegstæðum og byggingareitum. Þann jarðveg sem kemur upp þarf að losna við með ærnum tilkostnaði og því varð til þessi skemmtilega þjónusta sem bændur geta notfært sér. Til þess að koma til greina sem móttakandi á jarðvegi þarf bóndinn þó að tryggja að geta tekið við að lágmarki 100 rúmmetrum jarðvegs og að hafa fyrirfram heimild sveitarfélags síns fyrir verkinu.
 
Nýr mjaltaþjónn GEA
 
Stórfyrirtækið GEA sýndi á sýningunni nýjan mjaltaþjón sinn, en einn slíkur verður einmitt tekinn í notkun hér á landi í ár. Hönnun og útlit mjaltaþjónsins er nokkuð breytt frá því sem áður var, en mjaltaþjónninn var áður seldur undir merkjum Westfalia Surge. Eftir að GEA tók yfir WestfaliaSur-ge hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú virðist sem fyrirtækið sé í raun í fyrsta skipti komið með lausn sem gæti hentað fyrir flesta kúabændur. 
 
Í samtölum við söluaðila Lely og DeLaval kom fram að GEA er nú að leggja afar mikla áherslu á markaðssetningu mjaltaþjónsins víða í Evrópu og hafa náð allgóðum árangri enda bjóða þeir þennan mjaltaþjón á töluvert lægra verði en samkeppnisaðilarnir hafa boðið sína mjaltaþjóna til þessa.
 
Nýtir spænið betur
 
Á Libramont sýningunni er meira um hestavörur og búnað fyrir hesthús en á mörgum öðrum landbúnaðarsýningum. Ótal sölubásar voru með reiðfatnað og reiðtygi en einnig margir aðrir aðilar með sýningarbása fyrir margs konar búnað eins og hestakerrur, reiðkerrur og svo að sjálfsögðu alls-konar hjálpartæki og tól fyrir hesthús- og/eða reiðhallareigandann. Einn slíkra aðilar var fyrirtækið EquiTech en það selur margskonar sérhæfð tæki fyrir framangreinda aðila eins og jöfnunarbúnað fyrir reiðhallargólf, hrossataðssugur, innréttingar fyrir keppnisvelli, hlaupabretti og svo m.a. frekar undarlegt tæki sem er sérhannað til þess að nýta sem mest af spæni og sagi og hægt er. Tækið virkar þannig að þegar stía er mokuð, er taðið sett ofan í þar til gerðan hristara, sem sigtar frá sag og spæni en skíturinn sjálfur fer beint ofan í hjólbörur.
 
Snorri Sigurðsson
Ráðgjafi hjá SEGES P/S
sns@seges.dk

7 myndir:

Skylt efni: Libramont

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...