Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hjalti Lýðsson og Karl Viggó Vigfússon eru báðir lærðir konditor og chocolatier og eiga Ísgerðina Skúbb.
Hjalti Lýðsson og Karl Viggó Vigfússon eru báðir lærðir konditor og chocolatier og eiga Ísgerðina Skúbb.
Mynd / smh
Fréttir 9. júní 2017

Lífrænn ís í Laugardalnum

Höfundur: smh
Fyrir skemmstu var ísbúðin Skúbb opnuð í Laugardalnum, nánar tiltekið á Laugarásvegi 1, þar sem eingöngu er boðið upp á lífrænan ís sem gerður er frá grunni á staðnum.
 
Karl Viggó Vigfússon er eigandi ísbúðarinnar ásamt félögum sínum, Hjalta Lýðssyni, konditor og chocolatier, og Jóhanni Friðriki Haraldssyni, viðskiptafræðingi og eiganda The Laundromat café í Austurstræti. Karl Viggó var einn af stofnendum Omnom súkkulaði­gerðarinnar og er lærður konditor og chocolatier.
 
Unnið á staðnum úr fyrsta flokks hráefni
 
Hann segir að það hafi verið ákveðið að fara alla leið með gæði hráefnisins og vinna ísinn og vörurnar algjörlega á staðnum frá grunni – og gera þannig fyrsta flokks lífrænan ís eins ferskan og mögulegt er með besta hráefni sem völ er á. „Við reynum að hafa mest lífrænt en það er vonlaust fyrst um sinn, í það minnsta að ætla að reyna að vera með lífræna vottun. Hérna á Íslandi er sumt einfaldlega betra sem ekki er lífrænt vottað og svo er annað ekki fáanlegt lífrænt vottað sem við þurfum að nota. En mjólkin verður lífrænt vottuð og hana fáum við frá BioBú,“ segir Karl Viggó – en mjólkin þaðan er upprunnin frá tveimur kúabúum; Búlandi í Austur-Landeyjum og Neðra-Hálsi í Kjós. 
 
Ekkert plast er notað á Skúbb, en þess í stað eru rör og ílát úr umhverfisvænu efni, til að mynda papparör. Vöruúrvalið verður að einhverju leyti breytilegt þó oftast verði hægt að ganga að vinsælustu ístegundunum vísum og einnig eru smákökur og kaffidrykkir í boði.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...