Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er með í undirbúningi þings­ályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra í samráði við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimilar garðyrkjufyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni.

Um verði að ræða fjögurra ára tilraunaáætlun sem hefjist 1. janúar 2022 en heilbrigðisráðherra leggur fram frumvarpið í upphafi 152. löggjafarþings um tilraunastarfsemina.

Í greinargerð vegna tillögunnar segir að 1. janúar 2018 hafi sérstök þróunaráætlun og tilraunaverkefni um ræktun lyfjahamps og notkun kannabislyfja í lækningaskyni verið kynnt í Danmörku. Tilraunaverkefnið byggir á samkomu­lagi sem gert var á danska þinginu um ráðstöfun fjármuna í heilbrigðis- og öldrunarmálum 8. nóvember 2016.

Ræktun undir eftirliti

Ásmundur segir að frá því að þróunaráætlunin um ræktun hamps tók gildi í Danmörku hafi verið heimilt að rækta hampjurtina, Cannabis sativa, þar í landi í því skyni að vinna úr henni lyf.

„Ræktun er háð leyfi dönsku lyfjastofnunarinnar og er landbúnaðarstofnunin umsagnaraðili varðandi landbúnaðarhlið málsins. Þá leggur ríkislögreglan mat á umsækjandann með tilliti til þess hvort fært sé að veita honum ræktunarleyfi.“ Tilraunaverkefnið er því undir ströngu eftirliti og á ekkert skylt við neyslu kannabis, segir Ásmundur.

Skapar ný tækifæri

Samkvæmt dönsku leið­inni geta fyrirtæki og garðyrkju­stöðvar sótt um leyfi til kannabisræktunar og síðan aukin leyfi til fram­leiðslu og dreifingar á kannabis til nota í lækningavörur þar í landi, en samhliða þróunarverkefninu um ræktun kannabis var sett á laggirnar tilraun um notkun efna úr hampjurtinni í lækningaskyni.

„Samkvæmt þeim reglum sem gilda um fjögurra ára tilraunina er læknum í Danmörku heimilt að prófa meðferð og ávísa kannabislyfjum til sjúklinga þegar önnur lyf hafa ekki komið að notum. Tilraunaáætluninni er ætlað að veita betri grundvöll til að meta notkun kannabisefna í lok reynslutímabilsins og frá 1. janúar 2019 hafa Danir sem nota kannabislyf samkvæmt læknisráði átt kost á endurgreiðslu kostnaðar vegna lyfjakaupanna samkvæmt sérstökum reglum.“

Ásmundur segir að stefna stjórn­valda og heilbrigðiskerfisins varðandi afstöðu til kannabis­efna hér á landi þarfnist umtalsverðrar umræðu og að grundvöllur sé skapaður til frekari rannsókna. „Það er álit flutningsmanns að samsvarandi tilraunaverkefni og var samþykkt í Danmörku skapi opinskáar um­ræður hér á landi, sem mun byggja á rannsóknum og skapa jafnvel ný tækifæri til nýsköpunar í landbúnaði á orkuríkum svæðum.“ Ég sé fyrir mér gríðarleg tækifæri fyrir garðyrkjuna í landinu til atvinnu- og tekjuöflunar enda skapar lyfjaframleiðsla úr kannabis mikil verðmæti fyrir framleiðendur og gæti haft afar jákvæð áhrif á afkomu garðyrkjubænda segir Ásmundur. Þá komi landsvæði eins og á Reykjanesi, sem búa við jarðhita og næga orku, til greina sem hentug staðsetning fyrir framtíðaraðstöðu í stórfelldri ræktun.

Drög um eftirfarandi

Ásmundur vill að skipaður verði starfshópur sem verði falið að kanna, ræða og gera drög að frumvarpi um eftirfarandi:

Skilgreina leyfi til ræktunar, framleiðslu og dreifingu á kannabis í lækningaskyni.
Útgáfa leyfa.

Útbúa þróunaráætlun sem gildir til fjögurra ára og að hún sé í samræmi við reglur um lyfjaprófsáætlanir.

Útbúa lista yfir þær kannabisvörur sem heimilt er að framleiða og dreifa og sem löglega megi ávísa af læknum og afgreiða í apóteki.

Umsóknarform og umsóknarferlið.

Skilyrði fyrir útgáfu leyfa og að ræktendur tryggi rekjanleika í báðar áttir og geti tilgreint þá aðila sem þeir hafa fengið aðföng frá s.s. útsæði og fræ.

Meðhöndlun og pökkun framleiðslunnar uppfylli kröfur laga og reglugerðar um hollustuhætti- og mengunarvarnir.

Markaðssetningu.

Gjaldtöku.

Tillögu að breytingum á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, ásamt reglugerðum.
Önnur atriði sem nauðsynlegt er að tiltaka í lagafrumvarpinu.

Ekki verið að lögleiða kannabis

Ásmundur vill að heimilt verði á grundvelli sérstakrar þróunaráætlunar að framleiða virk efni úr kannabis í læknisfræðilegum tilgangi, til að skapa grundvöll til að meta notkun kannabisefna í lok reynslutímabils sem verður fjögur ár. „Hér sé ekki verið að leggja til lögleiðingu á kannabis eða afglæpavæðingu kannabisefna. Að mínu mati verður að líta alvarlega til þessarar tilraunaáætlunar sem Danir hafa unnið að og byggja á reynslu þeirra og annarra þjóða og skapa grundvöll að þeirri athugun að leyfa kannabis í lækningaskyni til tilraunar.
Það er slæmt að fólk sem reyni að lina þjáningar með kannabis þegar öll önnur ráð eru á þrotum þurfi að gerast, eða upplifa sig sem lögbrjóta. Ekki sé rétt að meina sjúklingum um aðgang að kannabisvörum til að vernda þá sem hugsanlega geta misnotað það,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður sjálfstæðisflokksins.
/VH

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...