Mannlíf á Landsmóti
Hefur mótið verið haldið á fjögurra ára fresti síðan 1950, þegar fyrsta Landsmótið var haldið á Þingvöllum, en þar voru sýnd yfir hundrað hross, gæðingar, kynbóta- og kappreiðahross. Mikill fjöldi gesta sækja mótið hvaðanæva af landinu og þetta fyrsta ár mættu í kringum 10.000 gestir sem þótti gífurleg aðsókn. Það met var þó slegið árið 2008, er fjöldinn fór upp í 14.000. Nú í ár litaði rigning og hvassviðri mótið að nokkru leyti en þó var þétt setið í brekkunni á félagssvæði hestamannafélagsins Geysis á Rangárbökkum. Gestir létu þó veðurfarið ekki á sig fá heldur nutu mótsins eftir bestu getu á meðan yngsta kynslóðin öslaði um í pollunum.