Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tíu afurðahæstu kúabúin árið 2021.
Tíu afurðahæstu kúabúin árið 2021.
Fréttir 27. janúar 2022

Meðalnyt á Búrfelli var rúm 8,9 tonn á árinu 2021

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Annað árið í röð reyndist mest meðalnyt eftir árskú vera hjá Guðrúnu Marinósdóttur og Gunnari Þór Þórissyni á Búrfelli í Svarfaðardal. Nyt eftir árskú endaði þar í 8.908 kg á árinu 2021, sem er aukning um 329 kg frá fyrra ári.

Á Búrfelli er að finna legubása­fjós með mjaltaþjóni sem tekið var í notkun vorið 2018. Frá þeim tíma hafa afurðir aukist jafnt og þétt og sér í raun ekki fyrir endann á því, er fram kemur í niðurstöðum skýrsluhaldsársins 2021 hjá Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins.

Annað í röð afurðahæstu búa landsins er kunnuglegt á þeim lista en þar er um að ræða bú þeirra Guð­laugar Sigurðardóttur og Jóhannesar Eybergs Ragnarssonar á Hraunhálsi í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi. Árin 2018–2020 var þetta bú með þriðju mestu afurðir eftir árskú á landinu, en færist nú í annað sætið. Þar á bæ mjólkaði meðal árskýrin 8.664 kg, sem er aukning um 307 kg. Fjósið á Hraunhálsi er básafjós með rörmjaltakerfi og öll umgengni og snyrtimennska utan dyra sem innan til algjörrar fyrirmyndar.

Þriðja afurðahæsta bú ársins 2021 er bú Guðjóns Björnssonar og Helgu Bjargar Helgadóttur á Syðri-Hömrum 3 í Ásahreppi en þar reyndust afurðir kúnna nema 8.446 kg mjólkur eftir hverja árskú. Á Syðri-Hömrum er legubásafjós með mjaltaþjóni og síðan það var tekið í notkun hafa afurðir tekið stórstígum breytingum.

Í fjórða sæti varð búið í Dalbæ í Hrunamannahreppi en þar er félagið Dalbær 1 ehf. skráð fyrir rekstri. Kýrnar í Dalbæ skiluðu 8.342 kg/árskú á nýliðnu ári. Þar er að finna legubásafjós með mjaltabás.

Fimmta búið í röð afurðahæstu búa er bú Hákonar Bjarka Harðar­sonar og Þorbjargar Helgu Konráðs­dóttur á Svertingsstöðum 2 í Kaupangssveit, Eyjafirði, en þar skiluðu kýrnar 8.337 kg/árskú. Á Svertingsstöðum er legubásafjós með mjaltaþjóni. 

Nythæsta kýr landsins 2021 mjólkaði 13.760 kg

Nythæsta kýrin á landinu árið 2021 var Skör 1003 í Hvammi í Ölfusi. Skör mjólkaði 13.760 kg með 3,87% fitu og 3,28% próteini.

Önnur í röðinni árið 2021 var Ríkey 691 í Stóra-Dunhaga í Hörgár­sveit, en því miður féll hún frá nú rétt fyrir síðustu jól. Ríkey mjólk­aði 13.612 kg með 3,54% fitu og 3,32% próteini en sínum öðrum kálfi bar hún 12. febrúar 2021. Hún fór hæst í 52,6 kg dagsnyt á árinu 2021 en skráðar æviafurðir hennar eru 23.427 kg.

Þriðja nythæsta kýrin var Bára 523 í Flatey á Mýrum við Horna­fjörð. Nyt hennar á árinu var 13.517 kg með 3,92% fitu og 3,30% pró­teini. 

Sjá nánar bls. 52 og 53 í nýju Bændablaði.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...