Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Meira kántrí í Hlöðunni
Fréttir 9. mars 2021

Meira kántrí í Hlöðunni

Annar þáttur af Sveitahljómi, í umsjón Drífu Viðarsdóttur og Erlu Gunnarsdóttur er nú kominn í loftið í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. Þátturinn er stútfullur af góðmeti úr heimi kántrítónlistar og að þessu sinni fá þær stöllur til sín Jóhann Örn Ólafsson, dansara í stúdíó, þar sem hann segir frá því á skemmtilegan hátt hvernig hann kynntist línudansi fyrst fyrir hátt í 30 árum í gegnum Kanann uppi á Keflavíkurflugvelli og hefur hann kennt þetta listform allar götur síðar við góðar undirtektir. Jóhann fer yfir ferilinn, ljóstrar upp um uppáhalds kántrílistamenn sína og segir frá ævintýraför sem hann fór á árum áður til Kína til að kenna línudans. Þar að auki fjalla Drífa og Erla um vinsælustu ástarlög innan kántrítónlistar og gefa hlustendum nokkur tóndæmi.

Hægt er að nálgast þáttinn hér

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...