Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mest plastmengandi fyrirtækin í heiminum þriðja árið í röð
Fréttir 23. desember 2020

Mest plastmengandi fyrirtækin í heiminum þriðja árið í röð

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Núll árangur“ er sagður vera í viðleitni fyrirtækjanna Coca-cola, Pepsi og Nestlé í að draga úr plastmengun. Coca-Cola er sagt mest plastmengandi fyrirtæki í heimi samkvæmt ársskýrslu Break Free From Plastic sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn plastmengun.

Samkvæmt skýrslunni fannst mest af plastumbúðum undan Coca-Cola á víðavangi eins og í fjörum, við árbakka og víðar í könnun sem náði til 55 landa og á síðasta ári voru plastumbúðir unda Kók algengasta plastruslið í 37 löndum af 51 sem könnunin náði til.
Samkvæmt talningu fundust við síðustu talningu 13.834 plastflöskur undan Coca-Cola en 5.155 flöskur undan

drykkjum frá PepsiCO og 8.633 frá Neslé. Vert er að velta fyrir sér í þessu sambandi að vinsældir drykkjanna í löndunum sem talningin nær til getur haft áhrif á niðurstöðuna og svo hitt að hugsanlega eru þeir sem drekka Coca-Cola meiri umhverfissóðar en aðrir þótt slíkt sé umdeilanlegt.

Um 15 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í talningunni og alls fundust 346.494 plastumbúðir og af þeim voru 63% merktar framleiðanda.

Fyrr á þessu ári var talsverð umræða um stefnu Coca-Cola, PepsiCo, Nestlé og Unilever í umhverfismálum þegar greint var frá því að árleg mengun af völdum drykkjaríláta fyrirtækjanna væri um hálf milljón tonn í sex þróunarlöndum. Magnið er sagt nóg til að þekja 83 knattspyrnuvelli á hverjum degi.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...