Metár hjá Selasetrinu
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rúmlega 27 þúsund ferðamenn heimsóttu Selasetrið á Hvammstanga á síðastliðnu ári og er það 35% aukning frá árinu 2014, sem þá var reyndar metár. Nýtt met hefur því verið slegið í gestafjölda á Selasetrið.
Gestakomur í Selasetur Íslands hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Árið 2014 sóttu um 20 þúsund gestir setrið heim „og það er því ljóst að aukinn fjöldi ferðamanna á landinu er í síauknum mæli að skila sér í Húnaþing vestra,“ segir í frétt á vefsíðu Selasetursins.