Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu
Fréttir 2. nóvember 2020

Metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu

Höfundur: ehg

Matvöruverslanakeðjan Tesco í Bretlandi er fyrsta smásölufyrirtækið í landinu sem setur metnaðarfull markmið í sölu á matvælum úr jurtaríkinu en á næstu fimm árum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins í hyggju að auka sölu á kjötlíki í verslunum sínum um 300 prósent.

Síðastliðið ár hefur eftirspurn eftir kældum vörum úr kjötlíki aukist um 50 prósent. Vegna þessa mun keðjan nú bjóða upp á fleiri vöruflokka í sölu og möguleikum fyrir neytendur að kaupa skammta fyrir tvo eða fleiri með matvælum úr jurtaríkinu. Þessi nýja stefna er liður í sjálfbærnistefnu fyrirtækisins sem hefur verið þróuð í samstarfi við Alþjóðasjóð villtra dýra (WWF) sem ætlar að helminga áhrif á umhverfið á meðalmatvælakörfu í Bretlandi á næstu árum.

Til að ná þessum markmiðum hefur Tesco sett upp nokkra þætti í áætlun til að ná þeim:

Framboð: Kynna og rækta kjöt úr jurtaríkinu í öllum verslunum með vörum sem nær yfir 20 vöruflokka sem innihalda meðal annars tilbúnar máltíðir, pylsur, bökur, hamborgara og fleira.

Hagkvæmni: Halda áfram að fjárfesta í virði þannig að hagkvæmni verði ekki hindrun í að kaupa mismunandi valkosti kjötlíkja.

Nýsköpun: Vinna með birgjum í að koma með nýsköpun til viðskiptavina.

Sýnileiki: Veita valkosti við kjöt þar sem kjötlíki lítur út eins og venjulegt kjöt.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...