Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rafmagnsrútan kemur 320 kílómetra á hleðslunni. Hún er með sæti fyrir 32 og líka pláss fyrir standandi farþega. Rútan gerir út frá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.
Rafmagnsrútan kemur 320 kílómetra á hleðslunni. Hún er með sæti fyrir 32 og líka pláss fyrir standandi farþega. Rútan gerir út frá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.
Mynd / MHH
Fréttir 19. júlí 2017

Mikil ánægja með fyrstu rafmagnsrútu landsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarson
„Það er mikil ánægja með rútuna enda eru rafmagnsrútur framtíðin. Nýjan rútan er svokölluð millibæjarrúta að sænskri fyrirmynd sem gengur út á auðvelt og fljótlegt aðgengi inn og út úr bílnum en í henni eru 32 farþegasæti með þriggja punkta öryggisbeltum í öllum sætum,“ segir Benedikt G. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Yutong Eurobus ehf.
 
Benedikt keypti rútuna í gegnum GTS ehf., sem er félag í eigu hjónanna Guðmundar Tyrfingssonar, Sigríðar Benediktsdóttur og fjölskyldu þeirra á Selfossi. Þau hófu ferðaþjónusturekstur árið 1963 með kaup á fyrsta bílnum sem var Dogde Weapon árgerð 1953. Síðan þá hefur félagið vaxið jafnt og þétt og í dag er félagið með um 50 rútur af öllum stærðum og gerðum, bæði bíla sem smíðaðir voru af Guðmundi Tyrfingssyni og Guðmundi Laugdal Jónssyni og henta einkar vel til hálendisferða en einnig hefðbundnari rútur sem henta vel á alla helstu vegi landsins.
 
Rútan keypt frá Kína
 
Rafmagnsrútan var keypt frá Yutong Group í Kína sem  er stærsti framleiðandi af rútum í heiminum í dag og smíðaði í fyrra um 80.000 bíla og þar af á þriðja tug þúsunda af hreinum rafmagnsrútum. Nýja rútan er knúin áfram eingöngu með rafmangvagni og er viðleitni forsvarsmanna GTS til að fylgja eftir virkri umhverfisstefnu og leggja sitt af mörkum til að draga úr mengun. Rútan fer strax í verkefni með erlenda ferðamenn út frá Reykjavík en verður einnig í boði í almennar ferðir, drægnin er um 320 km á hverri hleðslu en mikil og ör þróun hefur verið í framleiðslu á rafhlöðum fyrir bíla sem þessa.
Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...