Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eiganda þyrlufyrirtækisins fannst orðið tímabært að byggja upp ferðaþjónustu á Ólafsfirði.
Eiganda þyrlufyrirtækisins fannst orðið tímabært að byggja upp ferðaþjónustu á Ólafsfirði.
Mynd / Aðsend
Fréttir 9. maí 2023

Mikil eftirspurn eftir þyrluflugi í sumar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýtt þyrluflugfélag með höfuðstöðvar á Ólafsfirði hefur hafið rekstur.

„Við höfum notað tímann núna til að keyra okkur í gang og koma okkur í rétta gírinn fyrir sumarið, sem er ávallt háannatími í þyrlurekstrinum. Viðbrögðin hafa verið frábær og gaman að sjá hvernig bókanir hlaðast inn á dagatalið fyrir næstu mánuði,“ segir Jón Þór Þorleifsson, framkvæmdastjóri HeliAir Iceland, en fyrirtækið mun halda úti þyrlurekstri frá Ólafsfirði og í Reykjavík.

Allir flugmenn félagsins eru íslenskir og leggur félagið mikla áherslu á að flugmenn þekki vel til íslenskra aðstæðna. „Þrír flugmenn eru í vinnu hjá okkur og auk þess eru nokkrar stöður sem fylgja því að halda úti flugrekstrarleyfi. Það eru nokkrir í eigendahóp HeliAir en aðaleigandinn er Árni Helgason ehf. á Ólafsfirði,“ segir Jón Þór.

Honum fannst tímabært að byggja upp ferðaþjónustu á Ólafsfirði. „Skíðaflugið hefur verið mjög vinsælt hér á Tröllaskaganum síðustu árin. Eftirspurn eftir þyrluferðum á svæðinu hefur verið að aukast og því fannst okkur kjörið að stökkva inn og byggja upp félag hér á svæðinu sem gæti sinnt þessum markaði. Við höfum líka mikla trú á því að þetta eigi eftir að vinna vel saman, að vera með þyrlur í rekstri bæði á Ólafsfirði og Reykjavík,“ segir Árni Helgason. Boðið er upp á ýmis konar útsýnisflug. „Auk þess erum við líka að sinna ýmsu verkflugi, s.s. flutningi á efni og hífingar með þyrlu. Vélin sem við erum að fljúga núna er Bell 407 GXP, sem er ný vél og er sérstaklega hönnuð til útsýnisflugs með extra stórum gluggum. Þessi vél hentar líka vel til hífinga og hefur reynst okkur vel í þeim verkefnum,“ segir Árni.

Skylt efni: þyrluflug

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...