Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mikil áhugi virðist vera á málefninu en morgunverðarfundurinn var vel sóttur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var fundarstjóri.
Mikil áhugi virðist vera á málefninu en morgunverðarfundurinn var vel sóttur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var fundarstjóri.
Mynd / ghp
Fréttir 22. júní 2017

Mikilvægt að fara vandlega yfir áhrif Brexit á viðskipti með landbúnaðarafurðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Mikilvægt er fyrir Ísland að undirbúa vel útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, enda liggja gríðarlegir hagsmunir þar undir. Um 11% af þjónustu- og vöruviðskiptum Íslands fara til Bretlands. Brexit býður upp á ákveðin tækifæri, t.d. þegar kemur að viðskiptasamningum með sjávarútvegs-  og landbúnaðarvörur. 
Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið, í samvinnu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Bændasamtakanna, boðuðu til opins fundar um hagsmuni íslensks sjávarútvegs og landbúnaðar í ljósi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu 15. júní sl. á Grand hótel.
 
Framsögumenn voru Ingólfur Friðriksson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, stýrði fundinum. 
 
Ræddu þau um þá hagsmuni sem Ísland hefur af viðskiptum sínum við Bretland í sjávarútvegi og landbúnaði og þær áskoranir og tækifæri sem mögulega biði okkar í samningaviðræðum á næstu mánuðum. 
 
10% útflutningsvara í landbúnaði liggja undir
 
Sjávarútvegurinn á stærstu hagsmuna að gæta þegar kemur að útflutningsverðmætum til Bretlands. Ísland er stærsti birgirinn í Bretlandi þegar kemur að sjávarafurðum. Útflutningsverðmæti Íslands eru þar 41,6 milljarðar á ári, samkvæmt tölum frá 2016. Er það um 18% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða frá Íslandi og telur um 69% af útflutningi til Bretlands.
 
 
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar eru útflutnings­verðmæti landbúnaðarvara til Bretlands um 650 milljónir kr. Um 10% útflutningsvara í landbúnaði á Íslandi fara til Bretlands. Stærstu útflutningshagsmunirnir þar er lambakjöt, en um 30% af heildinni fer þangað. Aðrar stærstu afurðirnar eru bjór og brenndir drykkir, skyr og þangmjöl. Af öðrum vörum fer öll útflutt óunnin ull til Bretlands, en um 456 tonn fóru þangað árið 2016.
 
Skyrútrás í óvissu
 
Fram kom í máli Ernu Bjarnadóttur að mikilvægt væri að fara vandlega yfir og greina áhrif Brexit á viðskipti með landbúnaðarafurðir til og frá Íslandi. Skipti þar gríðarlegu máli hvernig farið verður með kvóta og tolla. 
 
Ísland hefur nýlega undirritað nýjan tollasamning við Evrópu­sambandið en hann hefur ekki tekið gildi. Nýr samningur gerir ráð fyrir fríverslun með flestar landbúnaðarvörur en margar landbúnaðarafurðir nutu fríverslunar fyrir samning, m.a. vegna einhliða niðurfellingu tolla á ákveðnum vörum. Benti Erna á að Ísland hefði færri spil á hendi en óskandi væri.
 
Ingólfur Friðriksson, sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London, fjallaði um utanríkisviðskipti. Erindið bar yfirskriftina „Fish and Chips“ en íslenskur fiskur er undirstaða þess vinsæla „þjóðarréttar“ Breta.
 
Afbrigða frá fyrra tollasamningi gætir þó sérstaklega með viðskipti með kjöt og kjötvörur, mjólk og mjólkurvörur, egg og garðyrkjuvörur. 
 
Samkvæmt honum mun innflutningskvóti á lambakjöt aukast úr 850 tonnum í 3.350 tonn eftir gildistöku og skyrkvóti mun fara frá 380 tonnum í 4.000 tonn. Fram kom í máli bæði Ernu og Ingólfs Friðrikssonar að hugmyndin með þessari miklu aukningu á skyrkvóta hafi verið hugsaður til að nota til útrásar á Bretlandsmarkaði. Brexit gæti því sett þar strik í reikninginn.
 
Tæp tvö ár í útgöngu
 
Fram kom í máli Ingólfs að verið væri að ljúka við hagsmuna­greiningu með þátttöku allra ráðuneyta vegna Brexit. Þegar hún liggi fyrir verði farið í víðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland fyrir samningaviðræður við Breta og mun það standa yfir fram á haust. 
 
Ef ekki verður samið um annað þá mun Bretland ganga formlega úr Evrópusambandinu þann 29. mars 2019. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...