Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Möguleikar á framtíðarstuðningi við sauðfjárrækt skoðaðir
Fréttir 30. nóvember 2015

Möguleikar á framtíðarstuðningi við sauðfjárrækt skoðaðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í síðasta kafla skýrslunnar Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings er fjallað um framtíð sauðfjárræktar í landinu og segir ljóst að tækifæri eru fyrir hendi í atvinnugreininni, meðal annars hvað varðar aukinn útflutning og til að nýta aukna ferðaþjónustu.

Jafnframt eru áskoranir og ógnanir hér innanlands sem tengjast sauðfjárbúskapnum og þeim sem hann stunda. Nefna má skort á nýliðun í bændastétt, samkeppni um land og ýmsar áskoranir í dreifbýli, svo sem nettengingar, vegakerfi, fækkun íbúa og samdrátt í þjónustu opinberra aðila og einkaaðila.

Almenn ábending skýrsluhöfunda er að mikilvægt sé að hafa markmið í nýjum samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar einföld og mælanleg. Þá þarf að auka gegnsæi greiðslna samkvæmt samningnum í ríkisbókhaldi.

Utanaðkomandi áhrif

„Þróun mála í heiminum, svo sem mannfjölgun, vaxandi kaupmáttur á fjölmennum svæðum á borð við Kína, loftslagsbreytingar og aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum munu hafa áhrif hérlendis, bæði til góðs og hins verra.

Rétt er að hafa í huga að utanaðkomandi áhrif geta valdið miklu um þróun sauðfjárbúskapar, burtséð frá því hvað íslensk stjórnvöld eða atvinnugreinin sjálf áforma.“

Fjórir möguleikar

Í skýrslunni voru fjórir möguleikar á framtíðarstuðningi við sauðfjárrækt skoðaðir. 1) Stuðla að aukinni og arðbærri framleiðslu sauðfjárafurða með aukinn útflutning í huga, 2) efla sauðfjárræktina sem atvinnugrein í dreifðum byggðum, 3) bæta afkomu sauðfjárbænda og 4) auðvelda endurnýjun í stétt sauðfjárbænda.

„Ef megin markmiðið með stuðningi ríkisins væri að stuðla að aukinni framleiðslu og arðbærni sauðfjárafurða með aukinn útflutning í huga þá væri réttast að leggja beingreiðslur niður og taka í stað þeirra upp framleiðslutengdan stuðning.

Ef megin markmiðið með stuðningi ríkisins væri að efla sauðfjárrækt sem atvinnugrein í dreifðum byggðum (almennt) þá myndi stuðningur vera ámóta alls staðar í dreifbýli. Ef það væri aukalegt markmið að styðja jaðarbyggðir sérstaklega, sem standa höllum fæti, færi stuðningur eftir staðsetningu viðkomandi sauðfjárbænda.

Ef megin markmiðið með stuðningi ríkisins væri að bæta afkomu sauðfjárbænda eru beingreiðslurnar ekki endilega rétta tækið til þess því slíkur stuðningur fer ekki að fullu til starfandi bænda heldur einnig til þeirra sem eru að fara úr greininni. Réttara væri þá í staðinn að taka upp stuðning sem bætti afkomu þeirra sem eru beinlínis starfandi í greininni svo sem gripagreiðslur.

Ef megin markmiðið með stuðningi ríkisins væri að auðvelda endurnýjun í stétt sauðfjárbænda þá mætti taka í staðinn upp stuðning sem tryggir að nýir bændur fái sjálfkrafa sama stuðning og aðrir bændur svo sem gripagreiðslur.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...