Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

„Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað“, segir í kynningu Landverndar. Nægjusemi sé jákvæð, auðveld, valdeflandi og nauðsynleg. Tilgangur verkefnisins er að upphefja nægjusemi sem jákvætt skref fyrir einstaklinga og samfélag til að stuðla að góðu og heilbrigðu lífi og minnka um leið vistspor okkar.

Nægjusemi er þannig mótsvar við gífurlegri neyslu í nóvember sem er neysluríkasti mánuður ársins. Þá nálgast jólin og verslanir keppast við að bjóða tilboð á svörtum föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra.

„Við erum stöðugt mötuð á því að okkur vanti hitt og þetta og að lífið yrði betra ef við eignumst þetta allt saman. Krafan um endalausan hagvöxt og að framleiða alltaf meira og nýtt er innbyggt í kerfin okkar. Allt er gert til þess að fólk kaupi meira. Það er aldrei nóg, orðið er ekki til í núverandi hagkerfi. Í staðinn kallar kerfið fram í okkur tilfinninguna um að okkur skorti alltaf eitthvað,“ segir Guðrún Schmidt hjá Landvernd. Mótefnið við ofneyslu og skortstilfinningu sé nægjusemi.

Landvernd og Grænfánaverkefnið, í samstarfi við Norræna húsið og Saman gegn sóun, standa í mánuðinum fyrir viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum fyrir skóla þar sem vakin er athygli á kostum nægjuseminnar sem mótsvari við neysluhyggju.

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...