Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

„Nægjusamur nóvember er hvatningarátak. Mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað“, segir í kynningu Landverndar. Nægjusemi sé jákvæð, auðveld, valdeflandi og nauðsynleg. Tilgangur verkefnisins er að upphefja nægjusemi sem jákvætt skref fyrir einstaklinga og samfélag til að stuðla að góðu og heilbrigðu lífi og minnka um leið vistspor okkar.

Nægjusemi er þannig mótsvar við gífurlegri neyslu í nóvember sem er neysluríkasti mánuður ársins. Þá nálgast jólin og verslanir keppast við að bjóða tilboð á svörtum föstudegi, netmánudegi og degi einhleypra.

„Við erum stöðugt mötuð á því að okkur vanti hitt og þetta og að lífið yrði betra ef við eignumst þetta allt saman. Krafan um endalausan hagvöxt og að framleiða alltaf meira og nýtt er innbyggt í kerfin okkar. Allt er gert til þess að fólk kaupi meira. Það er aldrei nóg, orðið er ekki til í núverandi hagkerfi. Í staðinn kallar kerfið fram í okkur tilfinninguna um að okkur skorti alltaf eitthvað,“ segir Guðrún Schmidt hjá Landvernd. Mótefnið við ofneyslu og skortstilfinningu sé nægjusemi.

Landvernd og Grænfánaverkefnið, í samstarfi við Norræna húsið og Saman gegn sóun, standa í mánuðinum fyrir viðburðum, greinum, viðtölum, erindum og fræðsluverkefnum fyrir skóla þar sem vakin er athygli á kostum nægjuseminnar sem mótsvari við neysluhyggju.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...