Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Næstmesta kalið á þessari öld
Fréttir 12. júlí 2016

Næstmesta kalið á þessari öld

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er enn ekki búið að taka saman hvert heildarumfang kals er, það verður ekki að fullu ljóst fyrr en í haust að lokinni hey­öflun. Þá ætti að liggja fyrir hvert uppskeru tap verður vegna kals,“ segir Sigurgeir B. Hreinsson, formaður stjórnar Bjargráðasjóðs og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Sigurgeir segir að kal nú í vor sé þó með meira móti, það næstmesta á þessari öld, næst á eftir kalárinu mikla árið 2013. Bændur sem telja sig eiga rétt á bótum úr Bjargráðasjóði munu senda inn umsóknir næsta haust, í tengslum við skil á forðagæsluskýrslum, en þeim ber að skila inn í síðasta lagi 20. nóvember. 

Forðagæsluskýrslur munu liggja til grundvallar á mati á tjóni, en við tökum mið af uppskeru liðinna ára og metum hvert uppskerutapið er miðað við það,“ segir Sigurgeir.

Hann segir menn víða komna vel áleiðis í heyskap en í öllum landshlutum nema á Vesturlandi setja þurrkar mikið strik í reikninginn. „Það hefur rignt afskaplega lítið og jafnvel ekki neitt sums staðar, þannig að það er alls ekki til bóta.  Uppskera er af öllum toga, bændur segja mér sumir að hún sé alveg hörmung og upp í það að vera þokkaleg,“ segir Sigurgeir.

Skylt efni: Kal

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...