Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni við þá rýra á einhvern hátt notagildi jarða þeirra.

Bóndi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi spyr hvort hann sé nauðbeygður til að eyða tíma sínum í að verða einhvers konar vindorkuverasérfræðingur til að verja hendur sínar fyrir áformum um vindmyllugarð á næstu jörð. Hann segi fráleitt að íbúar í dreifbýli þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að verjast slíku.

Athygli vekur að viðkomandi bóndi komst á snoðir um áform nágranna síns fyrir tilviljun, þegar hann rakst á skýrslu verkfræðistofu um verkefnið sem fylgigagn fundargerðar sveitarstjórnar á vefnum. „Ef af þessu verður mun þetta rýra notagildi nærliggjandi jarða og hafa veruleg áhrif á umhverfið í kring. Þetta vakti mikinn óhug okkar. Er ekki það sama að gerast í Hvalfirði, Borgarfirði og Dölunum?“ spyr bóndinn og telur að ef reisa eigi vindorkuver ættu þau að vera í eigu landsmanna en ekki einkaaðila þar sem að baki standi erlend stórfyrirtæki.

Sjá nánar bls. 20–22. í nýju Bændablaði sem kom út í morgun.

Skylt efni: Vindmyllur

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...