Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þröstur Þorsteinsson á Moldhaugum tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2018 úr hendi Gunnhildar Gylfadóttur frá Steindyrum sem nýlega var endurkosin formaður sambandsins.
Þröstur Þorsteinsson á Moldhaugum tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2018 úr hendi Gunnhildar Gylfadóttur frá Steindyrum sem nýlega var endurkosin formaður sambandsins.
Mynd / Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
Fréttir 4. apríl 2019

Nautgriparækt til fyrirmyndar á Moldhaugum í Hörgársveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Þröstur Þorsteinsson og fjölskylda hans á Moldhaugum í Hörgársveit hlutu nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir árið 2018 fyrir góðan árangur í greininni.

Þröstur Þorsteinsson er fæddur á Moldhaugum og ólst þar upp en foreldrar  hans keyptu jörðina 1947 og hóf hann búskap með þeim 1987. Frá árinu 1999 hefur Þröstur búið þar með konu sinni, Söru Saard Wijannarong, ásamt tveimur sonum þeirra hjóna. 

Í hópi afurðahæstu búanna

Lengi hefur verið vel búið á Moldhaugum en nýtt fjós með mjaltaþjóni var tekið í notkun árið 2013 og í kjölfar þess hækkuðu afurðir búsins um nálægt 2000 kg af mjólk á hverja kú á tveimur árum. Síðustu fjögur ár hafa Moldhaugar verið í hópi 15 afurðahæstu kúabúa landsins. Árið 2016 skipuðu þau annað sæti listans með 8.274 kg af mjólk eftir 61 árskú. Á síðasta ári var bú þeirra hjóna í 7. sæti með 8.149 kg eftir tæplega 64 kýr. Á þessum árum hefur búið verið í fyrsta til fjórða sæti afurðahæstu búa á félagssvæði BSE.

Einnig eru þau hjón með talsverða nautakjötsframleiðslu og á síðasta ári voru lögð inn nálægt 5 tonnum af 20 gripum. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...