Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þröstur Þorsteinsson á Moldhaugum tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2018 úr hendi Gunnhildar Gylfadóttur frá Steindyrum sem nýlega var endurkosin formaður sambandsins.
Þröstur Þorsteinsson á Moldhaugum tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2018 úr hendi Gunnhildar Gylfadóttur frá Steindyrum sem nýlega var endurkosin formaður sambandsins.
Mynd / Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
Fréttir 4. apríl 2019

Nautgriparækt til fyrirmyndar á Moldhaugum í Hörgársveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Þröstur Þorsteinsson og fjölskylda hans á Moldhaugum í Hörgársveit hlutu nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir árið 2018 fyrir góðan árangur í greininni.

Þröstur Þorsteinsson er fæddur á Moldhaugum og ólst þar upp en foreldrar  hans keyptu jörðina 1947 og hóf hann búskap með þeim 1987. Frá árinu 1999 hefur Þröstur búið þar með konu sinni, Söru Saard Wijannarong, ásamt tveimur sonum þeirra hjóna. 

Í hópi afurðahæstu búanna

Lengi hefur verið vel búið á Moldhaugum en nýtt fjós með mjaltaþjóni var tekið í notkun árið 2013 og í kjölfar þess hækkuðu afurðir búsins um nálægt 2000 kg af mjólk á hverja kú á tveimur árum. Síðustu fjögur ár hafa Moldhaugar verið í hópi 15 afurðahæstu kúabúa landsins. Árið 2016 skipuðu þau annað sæti listans með 8.274 kg af mjólk eftir 61 árskú. Á síðasta ári var bú þeirra hjóna í 7. sæti með 8.149 kg eftir tæplega 64 kýr. Á þessum árum hefur búið verið í fyrsta til fjórða sæti afurðahæstu búa á félagssvæði BSE.

Einnig eru þau hjón með talsverða nautakjötsframleiðslu og á síðasta ári voru lögð inn nálægt 5 tonnum af 20 gripum. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...