Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þröstur Þorsteinsson á Moldhaugum tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2018 úr hendi Gunnhildar Gylfadóttur frá Steindyrum sem nýlega var endurkosin formaður sambandsins.
Þröstur Þorsteinsson á Moldhaugum tekur við nautgriparæktarverðlaunum BSE fyrir árið 2018 úr hendi Gunnhildar Gylfadóttur frá Steindyrum sem nýlega var endurkosin formaður sambandsins.
Mynd / Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
Fréttir 4. apríl 2019

Nautgriparækt til fyrirmyndar á Moldhaugum í Hörgársveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Þröstur Þorsteinsson og fjölskylda hans á Moldhaugum í Hörgársveit hlutu nautgriparæktarverðlaun BSE fyrir árið 2018 fyrir góðan árangur í greininni.

Þröstur Þorsteinsson er fæddur á Moldhaugum og ólst þar upp en foreldrar  hans keyptu jörðina 1947 og hóf hann búskap með þeim 1987. Frá árinu 1999 hefur Þröstur búið þar með konu sinni, Söru Saard Wijannarong, ásamt tveimur sonum þeirra hjóna. 

Í hópi afurðahæstu búanna

Lengi hefur verið vel búið á Moldhaugum en nýtt fjós með mjaltaþjóni var tekið í notkun árið 2013 og í kjölfar þess hækkuðu afurðir búsins um nálægt 2000 kg af mjólk á hverja kú á tveimur árum. Síðustu fjögur ár hafa Moldhaugar verið í hópi 15 afurðahæstu kúabúa landsins. Árið 2016 skipuðu þau annað sæti listans með 8.274 kg af mjólk eftir 61 árskú. Á síðasta ári var bú þeirra hjóna í 7. sæti með 8.149 kg eftir tæplega 64 kýr. Á þessum árum hefur búið verið í fyrsta til fjórða sæti afurðahæstu búa á félagssvæði BSE.

Einnig eru þau hjón með talsverða nautakjötsframleiðslu og á síðasta ári voru lögð inn nálægt 5 tonnum af 20 gripum. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...