Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Neysla á mjólkurfitu  mun aukast næstu áratugi
Fréttir 16. ágúst 2018

Neysla á mjólkurfitu mun aukast næstu áratugi

Ný skýrsla frá Efnahags- og fram­farastofnuninni, OECD, sýnir að neysla á mjólkurfitu hefur aukist til muna undanfarin ár og sú þróun mun halda áfram næstu áratugi. Rannsóknir sem sýna fram á góð áhrif mjólkurfitu í hollu mataræði er talin vera stór áhrifavaldur aukinnar neyslu. Formaður sambands alþjóða mjólkuriðnaðarins, IDF, Caroline Emond, segir skýrsluna innihalda mikilvæg gögn og greiningar og sé góð viðbót við skýrslu sem samtök hennar gefa út árlega. 
 
„Eftirspurn eftir mjólkurvörum í þróunarlöndunum hefur breyst undanfarin ár í átt að smjöri og mjólkurfitu í staðinn fyrir vörur sem byggjast á jurtaolíum. Þessa þróun er hægt að rekja til jákvæðara umtals á hollustu mjólkurfitu og breytingu á smekk,“ segir Caroline Emond. Skýrslan gefur einnig til kynna að verð á smjöri muni áfram haldast hátt en árleg eftirspurn á smjöri er áætlað að hækki um 2,2% á ári næstu árin. 
 
Eftirspurnin eykst mest í Asíu
 
Spáin í skýrslunni bendir einnig til þess að neytendur í þróunarlöndunum muni neyta töluvert meira af smjöri árlega vegna breyttrar neysluhegðunar í stað annarrar olíu og fitu. Því virðist sem nýlegar rannsóknir sem varpa jákvæðara ljósi á hollustu mjólkurfitu ásamt breytingum á smekk og óskum um minna unnin matvæli hafi aukið notkun á smjöri í uppskriftum og í vörum frá bakaríum. 
 
„Þessi þróun er mjög jákvæð og sýnir að jákvæð vísindi hafa áhrif eins og þegar því er haldið fram að neysla á mjólkurvörum eins og mjólk, jógúrti og ostum sem hluti af hollu mataræði geti haft jákvæð áhrif á heilsuna. Á meðan áætlað er að neysla á mörgum vörum muni halda áfram að fara niður á við á alþjóðavísu heldur OECD því fram að neysla á mjólkurvörum verði undantekning og muni aukast hraðar en fólksfjölgun á næstu áratugum,“ segir Caroline Emond.
 
Samband alþjóða mjólkur­iðnað­arins hvetur OECD og Matvæla- og land­búnað­arstofnunina (FAO), að fylgjast með áhrifum á lækkun verðs til bænda í ljósi mikils kostnaðar við að reka kúabú. Stærstur vaxtamarkaður fyrir mjólkurvörur og eftirspurn er áætlað að muni koma frá Asíu á næstu árum þar sem mesta aukning verður á Indlandi og í Pakistan. 

Skylt efni: mjólkurfita

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...