Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Neytenda-appið á að efla verðvitund og samkeppni
Mynd / Neytendasamtökin
Fréttir 21. febrúar 2017

Neytenda-appið á að efla verðvitund og samkeppni

Höfundur: smh
Neytendasamtökin kynntu fyrir skömmu nýtt app, eða smáforrit, fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem er ætlað að safna og miðla upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi. Smáforritið heitir Neytandinn og á að gefa notendum betri yfirsýn yfir útgjöld heimilisins, efla verðvitund og stuðla að aukinni samkeppni verslana. 
 
Gögnum er safnað af innkaupastrimlum notenda sem taka mynd af honum í gegnum forritið. Það myndgreinir strimilinn og les af þeim nafn verslunar, tímasetningu og vöruverð. 
 
Fyrst um sinn verður aðeins unnið úr strimlum frá íslenskum dagvöruverslunum. Hver og einn getur skoðað gögnin á vefsvæðinu Neytandinn.is. Þar er hægt að gera verðsamanburð og leita að einstökum vörum auk þess sem notendur geta haldið utan um eigin innkaup í gegnum forritið, enda geymir það myndir og upplýsingar af öllum strimlum sem hver neytandi setur inn.
 
Neytandinn er til bæði fyrir iPhone og Android og er hægt að nálgast appið í gegnum App Store og Google Play. Það er ókeypis og ekki er greitt fyrir aðgang að eigin upplýsingum né grunnverðlagsupplýsingum. 

Skylt efni: neytendamál | verðlagsmál

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...