Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Neytenda-appið á að efla verðvitund og samkeppni
Mynd / Neytendasamtökin
Fréttir 21. febrúar 2017

Neytenda-appið á að efla verðvitund og samkeppni

Höfundur: smh
Neytendasamtökin kynntu fyrir skömmu nýtt app, eða smáforrit, fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem er ætlað að safna og miðla upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi. Smáforritið heitir Neytandinn og á að gefa notendum betri yfirsýn yfir útgjöld heimilisins, efla verðvitund og stuðla að aukinni samkeppni verslana. 
 
Gögnum er safnað af innkaupastrimlum notenda sem taka mynd af honum í gegnum forritið. Það myndgreinir strimilinn og les af þeim nafn verslunar, tímasetningu og vöruverð. 
 
Fyrst um sinn verður aðeins unnið úr strimlum frá íslenskum dagvöruverslunum. Hver og einn getur skoðað gögnin á vefsvæðinu Neytandinn.is. Þar er hægt að gera verðsamanburð og leita að einstökum vörum auk þess sem notendur geta haldið utan um eigin innkaup í gegnum forritið, enda geymir það myndir og upplýsingar af öllum strimlum sem hver neytandi setur inn.
 
Neytandinn er til bæði fyrir iPhone og Android og er hægt að nálgast appið í gegnum App Store og Google Play. Það er ókeypis og ekki er greitt fyrir aðgang að eigin upplýsingum né grunnverðlagsupplýsingum. 

Skylt efni: neytendamál | verðlagsmál

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...