Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun frá búgreinaþingi er kallað eftir að kerfið verði einfaldara og skilvirkara.
Enn fremur sé loftslagsvænna að greiðslur hvetji til aukinnar framleiðslu á hvern grip. Gripagreiðslum á holdakýr verði haldið áfram.
Þar sem kúabúum hefur fækkað og þau stækkað er sífellt algengara að mikil skerðing verði á gripagreiðslum. Nautgripabændur sem eru í mjólkurframleiðslu telja eðlilegra að greiðslur væru greiddar fyrir framleidda mjólk, í stað þess að greitt sé fyrir mjólkurkýr óháð því hvort þær skili af sér afurðum.
Þegar kemur að nautakjöts- framleiðslu þurfi gripagreiðslur að haldast við lýði, en nautgripabændur vilja endurskoða fyrirkomulagið. Þar má nefna að þeir vilja að greiðslurnar komi fyrr í framleiðsluferlinu sem myndi skapa stöðugar rekstrartekjur og auðvelda aðgengi nýrra aðila inn í greinina.