Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun frá búgreinaþingi er kallað eftir að kerfið verði einfaldara og skilvirkara.

Enn fremur sé loftslagsvænna að greiðslur hvetji til aukinnar framleiðslu á hvern grip. Gripagreiðslum á holdakýr verði haldið áfram.

Þar sem kúabúum hefur fækkað og þau stækkað er sífellt algengara að mikil skerðing verði á gripagreiðslum. Nautgripabændur sem eru í mjólkurframleiðslu telja eðlilegra að greiðslur væru greiddar fyrir framleidda mjólk, í stað þess að greitt sé fyrir mjólkurkýr óháð því hvort þær skili af sér afurðum.

Þegar kemur að nautakjöts- framleiðslu þurfi gripagreiðslur að haldast við lýði, en nautgripabændur vilja endurskoða fyrirkomulagið. Þar má nefna að þeir vilja að greiðslurnar komi fyrr í framleiðsluferlinu sem myndi skapa stöðugar rekstrartekjur og auðvelda aðgengi nýrra aðila inn í greinina.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...