Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun frá búgreinaþingi er kallað eftir að kerfið verði einfaldara og skilvirkara.

Enn fremur sé loftslagsvænna að greiðslur hvetji til aukinnar framleiðslu á hvern grip. Gripagreiðslum á holdakýr verði haldið áfram.

Þar sem kúabúum hefur fækkað og þau stækkað er sífellt algengara að mikil skerðing verði á gripagreiðslum. Nautgripabændur sem eru í mjólkurframleiðslu telja eðlilegra að greiðslur væru greiddar fyrir framleidda mjólk, í stað þess að greitt sé fyrir mjólkurkýr óháð því hvort þær skili af sér afurðum.

Þegar kemur að nautakjöts- framleiðslu þurfi gripagreiðslur að haldast við lýði, en nautgripabændur vilja endurskoða fyrirkomulagið. Þar má nefna að þeir vilja að greiðslurnar komi fyrr í framleiðsluferlinu sem myndi skapa stöðugar rekstrartekjur og auðvelda aðgengi nýrra aðila inn í greinina.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...