Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun frá búgreinaþingi er kallað eftir að kerfið verði einfaldara og skilvirkara.

Enn fremur sé loftslagsvænna að greiðslur hvetji til aukinnar framleiðslu á hvern grip. Gripagreiðslum á holdakýr verði haldið áfram.

Þar sem kúabúum hefur fækkað og þau stækkað er sífellt algengara að mikil skerðing verði á gripagreiðslum. Nautgripabændur sem eru í mjólkurframleiðslu telja eðlilegra að greiðslur væru greiddar fyrir framleidda mjólk, í stað þess að greitt sé fyrir mjólkurkýr óháð því hvort þær skili af sér afurðum.

Þegar kemur að nautakjöts- framleiðslu þurfi gripagreiðslur að haldast við lýði, en nautgripabændur vilja endurskoða fyrirkomulagið. Þar má nefna að þeir vilja að greiðslurnar komi fyrr í framleiðsluferlinu sem myndi skapa stöðugar rekstrartekjur og auðvelda aðgengi nýrra aðila inn í greinina.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...