Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændur í Noregi leita allra leiða til að verða sér úti um heyfeng fyrir veturinn. Edmund Skoie heykaupmaður var staddur á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi á dögunum í þeim erindagjörðum að ræða viðskipti.
Bændur í Noregi leita allra leiða til að verða sér úti um heyfeng fyrir veturinn. Edmund Skoie heykaupmaður var staddur á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi á dögunum í þeim erindagjörðum að ræða viðskipti.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 2. ágúst 2018

Norðmenn gefa út skilyrði til innflutnings á heyi

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Norska matvælastofnunin (Mattilsynet) hefur gefið út lista yfir svæði á Íslandi sem flytja má heyfeng af til Noregs. Listinn byggir á áhættumati sem Mat­væla­stofnun Noregs lét gera vegna mikilla þurrka þar í landi. 
 
Skilyrði til útflutnings eru að garnaveiki og riða hafi ekki greinst á bæjum á svæðinu síðustu 10 árin. Íslandi er skipt upp í varnarhólf til að varna útbreiðslu sjúkdóma í búfénaði. Mörg hólf uppfylla ekki skilyrði til útflutnings. Þau hólf sem flytja má af eru 14 talsins:
 
Snæfellshólf, Dalahólf, Vest­fjarðahólf eystra, Vestfjarðahólf vestra, Miðfjarðar­hólf, Grímsey, Austfjarðar­hólf, Öræfahólf, Eyjafjalla- og Vestur-Skaftafells­sýslu­­hólf, Biskupstungnahólf, Grímsnes- og Laugardalshólf auk Vestmannaeyja.
 
Íslandi er skipt upp í varnarhólf til að varna útbreiðslu búfjársjúkdóma. Norðmenn vilja ekki hey af svæðum þar sem hefur greinst riða eða garnaveiki á síðustu 10 árum. 
 
Telja litla áhættu felast í heyinnflutningi frá Íslandi
 
Matvælastofnunin í Noregi telur að lítil áhætta teljist að flytja inn hey frá þessum svæðum á Íslandi, en að áhættan sé mun meiri ef flytja á hey frá Bandaríkjunum og Kanada. Matvælastofnun hefur ekki getað svarað því hvað réði því hvar línan var mörkuð, en stofnunin sé að vinna að þessum málum í samstarfi við Norsku matvælastofnunina. 
 
Áður var talað um að tún þyrftu að vera friðuð frá beit í vissan tíma en nú er horfið frá því ákvæði. Samkvæmt þessum tilmælum virðist einnig vera í lagi að selja hey af túnum sem hafa fengið búfjáráburð.
 
Edmund Skoie er staddur hér á landi til að vinna í að koma þessum viðskiptum á koppinn. Hann telur að orðalagi í tilmælunum verði líklega breytt á þann veg að bændur megi kaupa hey af bæjum sem hafa verið sjúkdómalausir í 10 ár. Sjúkdómastaða Íslands sé mun betri en í öðrum ríkjum sem hægt sé að flytja hey frá, eins og Bandaríkjunum og Kanada. Edmund segist hafa mætt mjög jákvæðu viðhorfi meðal bænda á Norðurlandi og hann vonast eftir að viðskiptin verði að veruleika. 
Aðgerðaáætlun staðfest
Fréttir 20. ágúst 2024

Aðgerðaáætlun staðfest

Nú í byrjun ágúst staðfestu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæm...

Hækkun á afurðaverði
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir n...

Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu
Fréttir 20. ágúst 2024

Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu

Hófhirða hrossa er viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður í húsnæði Eldhesta í...

Gróska hjá blómabændum
Fréttir 20. ágúst 2024

Gróska hjá blómabændum

Á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum hefur á undanförnum vikum verið unnið að ...

Útboð á holdagripum
Fréttir 20. ágúst 2024

Útboð á holdagripum

Nautís seldi bændum tíu hreinræktaða Angus kynbótanautgripi í sumar fyrir samtal...

Þoka hefur torveldað veiðiskap
Fréttir 19. ágúst 2024

Þoka hefur torveldað veiðiskap

Veiðitímabil á hreindýrstarfa hófst 15. júlí og hreindýrskúa 1. ágúst. Það sem a...

Allt grænmeti er seint á ferðinni
Fréttir 19. ágúst 2024

Allt grænmeti er seint á ferðinni

Allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni í ár, en garðyrkjubændur hafa glímt...

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð
Fréttir 19. ágúst 2024

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð

Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrkstöðina sem eyfirsk...