Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Grænlensk ullarvinnsla byggir eins og er eingöngu á heimilisiðnaði. Heimaspunnin ull er aðalhráefnið í grænlensku prjónlesi en ull af sauðnautum er einnig notuð í talsverðum mæli.
Grænlensk ullarvinnsla byggir eins og er eingöngu á heimilisiðnaði. Heimaspunnin ull er aðalhráefnið í grænlensku prjónlesi en ull af sauðnautum er einnig notuð í talsverðum mæli.
Mynd / Sarah Woodall
Líf og starf 24. mars 2023

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Textílmiðstöð Íslands leiðir norrænt verkefni sem felst í að auka verðmæti ullar; með þróun sjálfbærrar ullar- og textílferðamennsku.

Verkefnið hefur notið stuðnings frá NORA, Norræna Atlantssamstarfinu, og hlýtur á þessu þriðja og síðasta starfsári 410 þúsund danskar krónur í styrk. Færeyjar, Grænland, Noregur og Skotland eru einnig þátttakendur í verkefninu. Það gengur aðallega út á að sporna gegn ullarsóun og auka vitund um kosti hennar og möguleika í gegnum ferðamennsku – og gera hana þannig verðmætari.

Kynnisferðir í anda yndisferðamennsku
Svanhildur Pálsdóttir á göngu með prjónana sína.

Ullaráhugakonan Svanhildur Pálsdóttir á Stóru-Ökrum í Skagafirði er verkefnisstjóri fyrir hönd Textílmiðstöðvarinnar. Á fyrsta árinu 2021 fór vinnan í kringum verkefnið að setja það upp og gera tillögur að ferðapökkum í löndunum fjórum. „Upplýsingum var safnað í gagnagrunn og hagsmunaaðilar, sem mögulega gætu tekið þátt og notið góðs af verkefninu sem slíku, kortlagðir.

Ferðirnar, sem er verið að þróa, eiga að byggjast á þekkingarmiðlun og fræðslu um allt sem viðkemur ull, ullarbúskap, ullarvinnslu, handverki, listsköpun úr ull, sögum tengdum ull og svo framvegis. Þær eru settar upp í anda yndisferðamennsku eða „slow tourism“ og lögð áhersla á að gestir kynnist heimafólki og nærsamfélaginu í gegnum ullina sem lifandi menningararf,“ segir Svanhildur.

Pakkaferðir í boði frá næsta hausti

„Árið 2022 var farið í prufuferðir til vesturstrandar Noregs, Suður-Grænlands og Færeyja, þar sem verkefnishópurinn kynnti sér möguleika ullarferðamennsku í hverju landi og reyndi á eigin skinni þær hugmyndir og tillögur sem lágu fyrir um ferðapakkana frá 2021. Lokamarkmið verkefnisins er að í samstarfi við ferðaskrifstofur í hverju landi bjóðist, frá og með næsta hausti, áhugasömum að komast í Wool in the North pakkaferðir í öllum þessum löndum,“ segir Svanhildur.

Hún bætir við um fyrirkomulag ferðanna á Íslandi að nú liggi fyrir að heimsóknir á sauðfjárbú, til ÍSTEX, bæði í verksmiðjuna og í ullarþvottastöðina á Blöndu- ósi og námskeið á vegum Textíl- miðstöðvarinnar verði meðal annars hluti af ullarferðunum. En einnig heimsóknir til handverksfólks, handlitara, safna og smáspuna- verksmiðja hér á landi.

Ullarsóun kveikjan að verkefninu

Svanhildur útskýrir að kveikjan að þessu verkefni hafi verið ullarsóun á Norðurslóðum. „Færeyingar brenna um 50 prósent af sinni ull og gærum, á Grænlandi er engin ullarmóttaka eða ullarvinnsla og þar hafa margir geymt ullina í mörg ár með þá von í brjósti að einhvern tíma verði hægt að nýta hana. Í Noregi er ástandið mismunandi eftir landsvæðum. Ísland sker sig úr þessum löndum varðandi ullarnýtingu en samkvæmt upplýsingum frá ÍSTEX fá þeir til úrvinnslu um 99 prósent af allri íslenskri ull,“ segir hún.

Meira greitt fyrir ullina á Íslandi
Wool in the North er samstarfsverkefni um að auka virði ullar við Norður-Atlantshafið og hér má m.a. sjá prjónaðar fánaveifur Íslands, Færeyja, Grænlands og Noregs í ullarverslun færeyska ullaraktívistans Sissel Kj. Kristiansen. Mynd / Svanhildur Pálsdóttir

Svanhildur segir að á Íslandi sé hins vegar vandamál að ekki fari nóg í fyrsta flokk – sumsé flokkunin en ekki sóunin. Þegar hún er spurð um þær óánægjuraddir sem láta á sér kræla í umræðum um verð fyrir ull á Íslandi, segir hún að raunin sé sú að Ísland skeri sig úr hvað þessar greiðslur varðar. „Hér er mun meira greitt fyrir ullina en í hinum löndunum. Ég er ekki að segja að það sé nóg, en til samanburðar mætti nefna að í

Færeyjum fengu bændur greiddar 8 krónur danskar + vsk fyrir kíló í 1. flokki árið 2022 [um 153 íslenskar krónur 1. október 2022].
Mín persónulega skoðun, sem ullaráhugamanneskja, prjónakona og garnneytandi, er að mér finnst það skrýtin nálgun að stilla ÍSTEX og sauðfjárbændum, sem eiga fyrirtækið, upp sem andstæðingum eins og oft er gert.

Það hlýtur að vera hægt að taka upp samtal, um úrbætur í ullarflokkun og frágangi hjá bændum sem og betra verð, sem skilar einhverjum árangri, það er allra hagur. Bændur vilja eðlilega fá greitt ríflega fyrir kostnað við rúning, flokkun, frágang og flutning á ullinni, en þeir verða þá að gera þetta almennilega,“ segir Svanhildur.

Ullarkónar í Textíliðnaðarsafninu í Salhus, rétt utan við Bergen. Þar er saga textíliðnaðar á vesturströnd Noregs varðveitt með lifandi hætti og áhersla lögð á að viðhalda þekkingu á tækni og tækjum í gamalli textílverksmiðju sem starfrækt var 1859–1989.Mynd / Svanhildur Pálsdóttir
Verð ekki í samræmi við eftirspurn

„Ég veit að það er gríðarleg eftirspurn eftir prjónabandi frá ÍSTEX um allan heim og það er mjög sorglegt að ekki sé hægt að anna þeirri eftirspurn. En hingað til hefur það að ég best veit ekki verið ullarskortur sem veldur lopaleysinu heldur flöskuhálsar í afköstum í verksmiðjunni sjálfri. En ég veit að ÍSTEX er að gera sitt besta til að laga það. En vissulega er ullarskortur fyrirsjáanlegur, einnig með fækkun sauðfjárbúa og það er áhyggjuefni. En ég hef mikið velt því fyrir mér í þessum skorti á lopabandi frá ÍSTEX af hverju verðið á því hefur ekki hækkað neitt að ráði.
Ég hef aldrei vitað til þess að lögmál framboðs og eftirspurnar hafi ekki áhrif á verð, hvort sem er á hrávöru til framleiðenda eða fullunninni afurð til neytenda. Það er virðist vera einhver óskrifuð regla að íslenski lopinn eigi að vera á hálfgerðu útsöluverði og mér finnst það alveg ótækt ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Svanhildur, spurð um stöðu og horfur fyrir íslenskan ullariðnað.

Nýting og verðmæti ullar

Textílmiðstöð Íslands hefur að sögn Svanhildar velt nýtingu og verðmæti ullar talsvert fyrir sér og meðal annars staðið fyrir könnun á viðhorfi sauðfjárbænda til ullarinnar árið 2020.

Þar kom meðal annars fram að um helmingur svarenda hafði mjög mikinn eða frekar mikinn áhuga á „ullarræktun“. Um fimmtungur svarenda höfðu mjög eða frekar mikinn áhuga á heimavinnslu á ull, rúmlega þriðjungur höfðu mikinn eða frekar mikinn áhuga á sameiginlegri vefverslun fyrir íslenska ull og ullar- vörur í samstarfi við Textílmiðstöðina og 90 prósent þeirra töldu umhverfis- væna ullarframleiðslu mikilvæga
á Íslandi.

Könnunin leiddi einnig í ljós að sauðfjárbændur voru áhugasamir um að læra meira um meðferð ullar við og eftir rúning, eða 56 prósent svarenda, og ræktun fjár með ullargæði í huga, eða 53 prósent.

Í opinni spurningu í könnuninni töldu sauðfjárbændur helstu möguleika í verðmætaaukningu fyrir ullina liggja í að vanda betur til verka við ullarvinnslu heima fyrir, þar á meðal við rúning og fjárræktun, aðrir töldu möguleikana liggja í aukinni markaðssetningu og vöruþróun á ull og ullarvörum og enn aðrir í breyttum viðskiptaháttum með ull.

Sauðfjárbóndinn Anita Langøy á Lygra býlinu á vesturströnd Noregs leggur mikla alúð og metnað í að rækta upp ullargæði í sínu sauðfé sem er af gamla norska fjárstofninum sem oft er kallaður „villsau“. Mynd / Sarah Woodall

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...