Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu
Fréttir 7. október 2015

Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

Höfundur: Matvælastofnun
Matvælastofnun hefur sent sauðfjárbændum bréf til að vekja athygli á að þann 18. júní 2015 tók gildi ný reglugerð nr. 536/2015 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. 
 
Með útgáfu reglugerðarinnar voru gerðar talsverðar breytingar á ákvæðum fyrri reglugerðar sem lúta að efnislegum kröfum landbótaáætlana. Breyting á ofangreindum ákvæðum reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu hefur áhrif á þær landbótaáætlanir sem unnar höfðu verið á grundvelli fyrri reglugerðar og ekki töldust uppfylla ákvæði um ástandsflokkun lands samkvæmt umsögn Landgræðslu ríkisins.
 
Helstu breytingar sem nýja reglugerðin felur í sér: 
 
Með breytingu reglugerðarinnar er Matvælastofnun veitt heimild til þess að staðfesta landbótaáætlanir þótt viðmið um ástand lands náist ekki í lok gildistíma, að uppfylltu skilyrði um að dregið sé úr beitarálagi. 
 
Ef við gerð landbótaáætlunar er ljóst að viðmið um ástand lands næst ekki á gildistíma áætlunar skulu ítarlegar upplýsingar um með hvaða hætti verði dregið úr beitarálagi fylgja viðkomandi landbótaáætlun, svo sem, með fækkun fjár, aðgangi að öðru beitarlandi og styttri beitartíma og hvernig komið er í veg fyrir beit á landi í ástandsflokki 5. 
 
Þær landbótaáætlanir sem gerðar voru samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 10/2008 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu skulu uppfærðar í samræmi við efni reglugerðar þessarar. Núgildandi landbótaáætlanir halda gildi sínu til 1. mars 2016. 
 
Vinnu við gerð og uppfærslu landbóta­áætlana í samræmi við kröfur reglugerðarinnar skal lokið fyrir 1. mars 2016. 
 
Með breytingu reglugerðarinnar er Landgræðslunni veitt heimild til þess að aðstoða framleiðendur við gerð landbótaáætlana og áritar Landgræðslan þær landbótaáætlanir sem unnar eru í samstarfi við stofnunina. Aðrar landbóta­áætlanir mun Matvælastofnun senda til umsagnar til Landgræðslu ríkisins. 
 
Í stuttu máli þýða breytingarnar að uppfæra þarf landbótaáætlanir þannig að þær falli að þeim kröfum sem gerðar eru með nýrri reglugerð og skal þeirri vinnu vera lokið fyrir 1. mars 2016. 
 
Matvælastofnun vill hvetja framleiðendur til að nýta sér þann möguleika að leita til Landgræðslu ríkisins við gerð landbótaáætlana. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...